Innlent

Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Berki og Annþóri

Annþór og Börkur þegar mál þeirra var tekið fyrir í Hæstarétti í lok september.
Annþór og Börkur þegar mál þeirra var tekið fyrir í Hæstarétti í lok september.
Hæstiréttur staðfesti í dag sex og sjö ára fangelsisdóma yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni.

Annþór og Börkur voru dæmdir í héraðsdómi í desember í fyrra fyrir hættulegar líkamsárásir, nauðung, fjárkúgun, frelsissviptingu og hótanir.

Annþór og Börkur voru dæmdir, ásamt átta öðrum, fyrir að ráðast á og hafa í hótunum við fjölmarga menn í þremur árásum. Þegar mál þeirra var tekið fyrir í Hæstarétti í lok síðasta mánaðar var lögreglan með töluverðan viðbúnað.

Enn á eftir að dæma í máli þar sem þeim er gefið að sök að hafa veist að samfanga sínum á Litla-Hrauni og veitt honum högg á kvið með þeim afleiðingum að hann lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×