Innlent

Strákurinn sem kynntist Einari í Herdísarvík

Kristján Már Unnarsson skrifar
Þótt yfir sjötíu ár séu liðin frá því Einar Benediktsson skáld lést í Herdísarvík má enn finna mann í Selvogi sem umgekkst Einar á síðustu æviárum hans þar. Þetta kemur fram í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld.

Minningarskilti um Einar Benediktsson og Hlín Johnson var afhjúpað í Herdísarvík í sumar en þar hittum við Þórarin Snorrason, bónda í Vogsósum og síðasta oddvita Selvogshrepps. Þórarinn var á barnsaldri þegar Einar bjó þar, kom oft í Herdísarvík og man vel eftir honum og Hlín.

Minningarskilti um þau Einar og Hlín var sett upp í Herdísarvík í sumar.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld rifjar Þórarinn upp þessar æskuminningar sínar. Hann varð einnig vitni að hinstu för Einars úr Herdísarvík þegar lík hans var borið til Vogsósa en þá var enginn vegur kominn þar á milli.

Í þættinum verður fjallað um mannlíf í Selvogi að fornu og nýju og saga Strandarkirkju rakin. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.05.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×