"Sýndi netumræðunni skilning" Jón Júlíus Karlsson í Héraðsdómi Reykjavíkur skrifar 26. september 2013 11:32 Egill Einarsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mynd/Villi Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, sagði í héraðsdómi í morgun að enginn hafi skráð sig í fjarþjálfun hjá sér í 10 daga eftir viðtalið við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur birtist í Nýju lífi í lok ágúst. Aðalmeðferð í meiðyrðamáli hans gegn Sunnu Ben Guðrúnardóttur fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Egill kærði Sunnu Ben fyrir að saka sig í færslu á netinu, að hafa nauðgað stúlku. Egill gaf þar skýrslu í morgun og var meðal annars spurður út í viðtal sem hann gaf tímaritinu Monitor í nóvember í fyrra. „Aðdragandi þess að ég gaf þetta viðtal var að ég er kærður fyrir nauðgun sem ég er saklaus af. Svo tók við netumræða og ég sýndi því skilning. Það hvarflaði ekki að mér að kæra neinn fyrir meiðyrði meðan málið var í gangi en umræðan varð verri og verri. Svo er ég kallaður nauðgari eftir að málinu var vísað frá,“ sagði Egill. „Ég sá umræðu tengda viðtalinu. Það fer yfir strikið þegar ég er kallaður nauðgari. Því fylgir örvænting, eins og ég geti aldrei fengið ævina aftur. Það má kalla mig öllum illum nöfnum og móðga mig, en um leið og þú sakar mig um refsivert athæfi, þá ferðu yfir línuna,“ sagði hann. „Það voru nokkur ummæli sem fóru yfir strikið, og ég kærði nokkra fyrir meiðyrði. Það var þó einn sem baðst innilega afsökunar, ég tók það til greina og lauk málinu,“ sagði hann. Hann var spurður út í hvernig viðskiptin hjá sér hafi verið þegar þessi umræða koma upp, en Egill rekur fjarþjálfun. „Þau hrynja um leið og þessi umræða kemur upp. Það gerðist í þessu tilfelli. Það skráði sig ekki einn einasti maður í 10 daga eftir að umfjöllunin birtist í Nýju lífi. Umræðan var orðin það slæm,“ sagði hann. Þá var hann spurður út í mörkin á milli Egils Einarssonar, og Gillz. „Gillz er fyrir löngu orðið að listamannsnafni. Þetta byrjaði sem hlutverk en er nú orðið að listamannsnafni. Ég er kallaður Gillz, vinir mínir kalla mig Gillz. Það er hins vegar á hreinu að Egill Einarssonar hefur aldrei nauðgað, Gillz hefur aldrei nauðgað. Skjólstæðingur þinn getur hvorki kallað Egil eða Gillz nauðgara,“ sagði Egill við verjanda Sunnu Ben. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, sagði í héraðsdómi í morgun að enginn hafi skráð sig í fjarþjálfun hjá sér í 10 daga eftir viðtalið við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur birtist í Nýju lífi í lok ágúst. Aðalmeðferð í meiðyrðamáli hans gegn Sunnu Ben Guðrúnardóttur fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Egill kærði Sunnu Ben fyrir að saka sig í færslu á netinu, að hafa nauðgað stúlku. Egill gaf þar skýrslu í morgun og var meðal annars spurður út í viðtal sem hann gaf tímaritinu Monitor í nóvember í fyrra. „Aðdragandi þess að ég gaf þetta viðtal var að ég er kærður fyrir nauðgun sem ég er saklaus af. Svo tók við netumræða og ég sýndi því skilning. Það hvarflaði ekki að mér að kæra neinn fyrir meiðyrði meðan málið var í gangi en umræðan varð verri og verri. Svo er ég kallaður nauðgari eftir að málinu var vísað frá,“ sagði Egill. „Ég sá umræðu tengda viðtalinu. Það fer yfir strikið þegar ég er kallaður nauðgari. Því fylgir örvænting, eins og ég geti aldrei fengið ævina aftur. Það má kalla mig öllum illum nöfnum og móðga mig, en um leið og þú sakar mig um refsivert athæfi, þá ferðu yfir línuna,“ sagði hann. „Það voru nokkur ummæli sem fóru yfir strikið, og ég kærði nokkra fyrir meiðyrði. Það var þó einn sem baðst innilega afsökunar, ég tók það til greina og lauk málinu,“ sagði hann. Hann var spurður út í hvernig viðskiptin hjá sér hafi verið þegar þessi umræða koma upp, en Egill rekur fjarþjálfun. „Þau hrynja um leið og þessi umræða kemur upp. Það gerðist í þessu tilfelli. Það skráði sig ekki einn einasti maður í 10 daga eftir að umfjöllunin birtist í Nýju lífi. Umræðan var orðin það slæm,“ sagði hann. Þá var hann spurður út í mörkin á milli Egils Einarssonar, og Gillz. „Gillz er fyrir löngu orðið að listamannsnafni. Þetta byrjaði sem hlutverk en er nú orðið að listamannsnafni. Ég er kallaður Gillz, vinir mínir kalla mig Gillz. Það er hins vegar á hreinu að Egill Einarssonar hefur aldrei nauðgað, Gillz hefur aldrei nauðgað. Skjólstæðingur þinn getur hvorki kallað Egil eða Gillz nauðgara,“ sagði Egill við verjanda Sunnu Ben.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira