Innlent

Viktor Örn matreiðslumaður ársins

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumaður hjá Bláa lóninu, er matreiðslumaður ársins 2013.
Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumaður hjá Bláa lóninu, er matreiðslumaður ársins 2013. Fréttablaðið/Valli
Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumaður hjá Bláa lóninu, er matreiðslumaður ársins 2013 en úrslitakeppnin fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi í dag. Viktor hlaut 250 þúsund krónur í verðlaun ásamt þátttökurétt í keppninni um matreiðslumann Norðurlandanna. Matreiðslumaður ársins í fyrra, Bjarni Siguróli Jakobsson, vann til silfurverðlauna í Norðurlandakeppninni í ár.

Fimm matreiðslumenn komust áfram úr forkeppni sem fór fram síðastliðinn föstudag en þá matreiddi hver keppandi þriggja rétta matseðil fyrir átta manns. Dómarar dæmdu diskana með tilliti til bragðs og framsetningar en tóku einnig mið af faglegum vinnubrögðum, forvinnslu og hreinlæti.

Þeir fimm matreiðslumenn sem komust í úrslitakeppnina voru þeir Ari Þór Gunnarsson frá Fiskfélaginu, Gísli Matthías Auðunsson frá Slippnum í Vestmannaeyjum, Hafsteinn Ólafsson frá Grillinu á Hótel Sögu, Víðir Erlingsson frá Sjávargrillinu og Viktor Örn Andrésson frá Bláa lóninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×