Fótbolti

Hitzfeld: Noregur og Sviss líklegust í riðlinum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ottmar Hitzfeld með leikmönnum sínum á Ulleväl í gær.
Ottmar Hitzfeld með leikmönnum sínum á Ulleväl í gær. Nordicphotos/AFP
Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu er mætt til Osló. Liðin mætast klukkan 17 í uppgjöri efstu liðanna í riðlinum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 en einnig verður fylgst með gangi mála hér á Vísi.

Ottmar Hitzfeld, landsliðsþjálfari Svisslendinga, segir að hugarfarið hafi orðið sínum mönnum að falli gegn Íslandi. Liðið leiddi 4-1 í síðari hálfleik en Ísland náði að jafna áður en yfir lauk.

„Ég hef engar áhyggjur af því að mínir menn bregðist illa við úrlitunum. Í hvert skipti sem við höfum spilað illa höfum við svarað með góðum leik. Ég hef það sterklega á tilfinningunni að það verði uppi á teningnum núna,“ sagði Hitzfeld á blaðamannafundi í Osló.

Hitzfeld bendir réttilega á að Sviss sé í bílstjórasæti riðilsins enda hafi liðið fjögurra stiga forskot á Norðmenn.

„Við erum líklegastir til að fara áfram ásamt Noregi. Ég tel þó að við munum vinna riðilinn,“ sagði Hitzfeld.

Egil „Drillo“ Olsen, þjálfari Noregs, vildi ekki fara nákvæmlega út í veikleika svissneska liðsins.

„Sviss sýndi tvær hliðar á sér gegn Íslandi. Skipulagið var afar lítið seinni hluta leiksins og þá misstu þeir sjónir á verkefninu,“ segir Drillo. Hann hafi þó séð Sviss leggja Brasilíu að velli á dögunum og þá hafi liðið staðið vaktina í níutíu mínútur.

Aðstoðarmaður Olsen, Ola By Rise, segir að setja megi leikinn í kvöld upp sem leik í fjórðungsúrslitum. Úrslitaleikurinn verði svo gegn Íslendingum í Osló 15. október.




Tengdar fréttir

Sterkari liðin mæta þeim veikari

Allar líkur eru á því að takist Íslandi að hafna í 2. sæti E-riðils í undankeppni HM 2014 þá dugi það til þess að koma liðinu í umspil.

Erfiðir leikir gegn Albaníu

Ísland og Albanía hafa fjórum sinnum mæst á knattspyrnuvellinum. Hvort lið hefur unnið tvo sigra.

Það helsta um andstæðing Íslands

Albanir eru mættir til Íslands enda stórleikur fyrirhugaður á Laugardalsvelli í kvöld. Ekki skildi reikna með markaveislu.

Mætum tímanlega á leikinn

Knattspyrnusamband Íslands hvetur allar til að mæta tímalega á leik Íslands og Albaníu í kvöld og leggja löglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×