Fótbolti

Kolbeinn: Viljum ná góðum úrslitum tvo leiki í röð

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Ég býst við erfiðum leik,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 í gær.

Ísland mætir Albaníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld og á liðið enn raunhæfa möguleika á að komast á lokamótið í Brasilíu.

„Við erum komnir með fínt sjálfstraust og vonandi náum við tveimur góðum úrslitum í röð.“

„Núna er tækifærið og við megum ekki missa það úr höndum okkar. Núna verðum við að grípa það.“

„Það er mikilvægt fyrir okkur sjálfa að sýna það að við getum spilað tvö góða leiki í röð.“

„Við þurfum að vinna betur í varnarleik okkar og alls ekki bara öftustu fjórir heldur allt liðið í heild sinni.“

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×