Annað sætið ætti að duga íslenska liðinu í umspil Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2013 06:30 Aron Einar og félagar á æfingu í gær. mynd/pjetur 53 Evrópuþjóðir berjast um þrettán farseðla í lokakeppni heimsmeistarmótsins í Brasilíu á næsta ári. Fjölmargar þjóðir geta tryggt sér efsta sæti síns riðils í kvöld en einnig er hart barist um annað sætið í riðlinum. Sigurvegarar riðlanna níu fara beint í lokakeppnina. Átta af þeim níu liðum sem hafna í öðru sæti spila svo leiki um fjögur laus sæti í Brasilíu. Til að meta hvaða átta lið komast í umspilið er miðað við árangur gegn liðum í fyrsta, þriðja, fjórða og fimmta sæti riðilsins. Þannig telja ekki úrslitin gegn liðinu í neðsta sæti enda fimm lið í einum riðlinum. Noregur situr sem stendur í 2. sæti E-riðils okkar Íslendinga. Sem stendur er Noregur það lið í 2. sæti riðlanna með lakastan árangur eins og sést hér að neðan og kæmist því ekki í umspilið. Þar spilar inn í að sex af ellefu stigum Norðmanna komu gegn Kýpur sem situr í neðsta sæti riðilsins. Í samanburði liðanna í öðru sæti riðlanna hefur Noregur aðeins fimm stig.Staða liðanna í öðru sæti riðlanna eftir sex leiki Þjóð (riðill) Stig *Króatía (A) 17 Grikkland (G) 13 Rússland (F) 12 Frakkland (I) 11 Rúmenía (D) 10 Svartfjallaland 9 (H) **Svíþjóð (C) 8 Búlgaría (B) 7 Noregur (E) 5 *Króatar hafa spilað sjö leiki **Svíar hafa spilað fimm leik Ísland, sem situr í fjórða sæti riðilsins sem stendur, hefur tíu stig. Ekkert þeirra kom gegn botnliðinu, Kýpur. Liðið tapaði ytra gegn Kýpur en á heimaleikinn eftir í október. Sigur á Albönum í kvöld er af þeim sökum mikilvægari en sigur gegn Kýpur síðar í mánuðinum hafni Kýpur í botnsæti riðilsins sem allt bendir til. Sigur í kvöld væri risaskref í átt að öðru sæti riðilsins. Þá hefði Ísland þrettán stig og ekkert þeirra væri úr leikjum gegn botnliðinu. Til að komast í umspilið fyrir fjórum árum var síðasta lið inn í umspilið með tólf stig. Noregur sat eftir með tíu stig. Sama fyrirkomulag var og nú. Mikið þyrfti að ganga á til þess að annað sætið í riðlinum dygði ekki Íslandi takist landsliðinu á annað borð að landa því sæti. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Sjá meira
53 Evrópuþjóðir berjast um þrettán farseðla í lokakeppni heimsmeistarmótsins í Brasilíu á næsta ári. Fjölmargar þjóðir geta tryggt sér efsta sæti síns riðils í kvöld en einnig er hart barist um annað sætið í riðlinum. Sigurvegarar riðlanna níu fara beint í lokakeppnina. Átta af þeim níu liðum sem hafna í öðru sæti spila svo leiki um fjögur laus sæti í Brasilíu. Til að meta hvaða átta lið komast í umspilið er miðað við árangur gegn liðum í fyrsta, þriðja, fjórða og fimmta sæti riðilsins. Þannig telja ekki úrslitin gegn liðinu í neðsta sæti enda fimm lið í einum riðlinum. Noregur situr sem stendur í 2. sæti E-riðils okkar Íslendinga. Sem stendur er Noregur það lið í 2. sæti riðlanna með lakastan árangur eins og sést hér að neðan og kæmist því ekki í umspilið. Þar spilar inn í að sex af ellefu stigum Norðmanna komu gegn Kýpur sem situr í neðsta sæti riðilsins. Í samanburði liðanna í öðru sæti riðlanna hefur Noregur aðeins fimm stig.Staða liðanna í öðru sæti riðlanna eftir sex leiki Þjóð (riðill) Stig *Króatía (A) 17 Grikkland (G) 13 Rússland (F) 12 Frakkland (I) 11 Rúmenía (D) 10 Svartfjallaland 9 (H) **Svíþjóð (C) 8 Búlgaría (B) 7 Noregur (E) 5 *Króatar hafa spilað sjö leiki **Svíar hafa spilað fimm leik Ísland, sem situr í fjórða sæti riðilsins sem stendur, hefur tíu stig. Ekkert þeirra kom gegn botnliðinu, Kýpur. Liðið tapaði ytra gegn Kýpur en á heimaleikinn eftir í október. Sigur á Albönum í kvöld er af þeim sökum mikilvægari en sigur gegn Kýpur síðar í mánuðinum hafni Kýpur í botnsæti riðilsins sem allt bendir til. Sigur í kvöld væri risaskref í átt að öðru sæti riðilsins. Þá hefði Ísland þrettán stig og ekkert þeirra væri úr leikjum gegn botnliðinu. Til að komast í umspilið fyrir fjórum árum var síðasta lið inn í umspilið með tólf stig. Noregur sat eftir með tíu stig. Sama fyrirkomulag var og nú. Mikið þyrfti að ganga á til þess að annað sætið í riðlinum dygði ekki Íslandi takist landsliðinu á annað borð að landa því sæti.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Sjá meira