Annað sætið ætti að duga íslenska liðinu í umspil Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2013 06:30 Aron Einar og félagar á æfingu í gær. mynd/pjetur 53 Evrópuþjóðir berjast um þrettán farseðla í lokakeppni heimsmeistarmótsins í Brasilíu á næsta ári. Fjölmargar þjóðir geta tryggt sér efsta sæti síns riðils í kvöld en einnig er hart barist um annað sætið í riðlinum. Sigurvegarar riðlanna níu fara beint í lokakeppnina. Átta af þeim níu liðum sem hafna í öðru sæti spila svo leiki um fjögur laus sæti í Brasilíu. Til að meta hvaða átta lið komast í umspilið er miðað við árangur gegn liðum í fyrsta, þriðja, fjórða og fimmta sæti riðilsins. Þannig telja ekki úrslitin gegn liðinu í neðsta sæti enda fimm lið í einum riðlinum. Noregur situr sem stendur í 2. sæti E-riðils okkar Íslendinga. Sem stendur er Noregur það lið í 2. sæti riðlanna með lakastan árangur eins og sést hér að neðan og kæmist því ekki í umspilið. Þar spilar inn í að sex af ellefu stigum Norðmanna komu gegn Kýpur sem situr í neðsta sæti riðilsins. Í samanburði liðanna í öðru sæti riðlanna hefur Noregur aðeins fimm stig.Staða liðanna í öðru sæti riðlanna eftir sex leiki Þjóð (riðill) Stig *Króatía (A) 17 Grikkland (G) 13 Rússland (F) 12 Frakkland (I) 11 Rúmenía (D) 10 Svartfjallaland 9 (H) **Svíþjóð (C) 8 Búlgaría (B) 7 Noregur (E) 5 *Króatar hafa spilað sjö leiki **Svíar hafa spilað fimm leik Ísland, sem situr í fjórða sæti riðilsins sem stendur, hefur tíu stig. Ekkert þeirra kom gegn botnliðinu, Kýpur. Liðið tapaði ytra gegn Kýpur en á heimaleikinn eftir í október. Sigur á Albönum í kvöld er af þeim sökum mikilvægari en sigur gegn Kýpur síðar í mánuðinum hafni Kýpur í botnsæti riðilsins sem allt bendir til. Sigur í kvöld væri risaskref í átt að öðru sæti riðilsins. Þá hefði Ísland þrettán stig og ekkert þeirra væri úr leikjum gegn botnliðinu. Til að komast í umspilið fyrir fjórum árum var síðasta lið inn í umspilið með tólf stig. Noregur sat eftir með tíu stig. Sama fyrirkomulag var og nú. Mikið þyrfti að ganga á til þess að annað sætið í riðlinum dygði ekki Íslandi takist landsliðinu á annað borð að landa því sæti. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
53 Evrópuþjóðir berjast um þrettán farseðla í lokakeppni heimsmeistarmótsins í Brasilíu á næsta ári. Fjölmargar þjóðir geta tryggt sér efsta sæti síns riðils í kvöld en einnig er hart barist um annað sætið í riðlinum. Sigurvegarar riðlanna níu fara beint í lokakeppnina. Átta af þeim níu liðum sem hafna í öðru sæti spila svo leiki um fjögur laus sæti í Brasilíu. Til að meta hvaða átta lið komast í umspilið er miðað við árangur gegn liðum í fyrsta, þriðja, fjórða og fimmta sæti riðilsins. Þannig telja ekki úrslitin gegn liðinu í neðsta sæti enda fimm lið í einum riðlinum. Noregur situr sem stendur í 2. sæti E-riðils okkar Íslendinga. Sem stendur er Noregur það lið í 2. sæti riðlanna með lakastan árangur eins og sést hér að neðan og kæmist því ekki í umspilið. Þar spilar inn í að sex af ellefu stigum Norðmanna komu gegn Kýpur sem situr í neðsta sæti riðilsins. Í samanburði liðanna í öðru sæti riðlanna hefur Noregur aðeins fimm stig.Staða liðanna í öðru sæti riðlanna eftir sex leiki Þjóð (riðill) Stig *Króatía (A) 17 Grikkland (G) 13 Rússland (F) 12 Frakkland (I) 11 Rúmenía (D) 10 Svartfjallaland 9 (H) **Svíþjóð (C) 8 Búlgaría (B) 7 Noregur (E) 5 *Króatar hafa spilað sjö leiki **Svíar hafa spilað fimm leik Ísland, sem situr í fjórða sæti riðilsins sem stendur, hefur tíu stig. Ekkert þeirra kom gegn botnliðinu, Kýpur. Liðið tapaði ytra gegn Kýpur en á heimaleikinn eftir í október. Sigur á Albönum í kvöld er af þeim sökum mikilvægari en sigur gegn Kýpur síðar í mánuðinum hafni Kýpur í botnsæti riðilsins sem allt bendir til. Sigur í kvöld væri risaskref í átt að öðru sæti riðilsins. Þá hefði Ísland þrettán stig og ekkert þeirra væri úr leikjum gegn botnliðinu. Til að komast í umspilið fyrir fjórum árum var síðasta lið inn í umspilið með tólf stig. Noregur sat eftir með tíu stig. Sama fyrirkomulag var og nú. Mikið þyrfti að ganga á til þess að annað sætið í riðlinum dygði ekki Íslandi takist landsliðinu á annað borð að landa því sæti.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira