Það helsta um andstæðing Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2013 13:00 Lorik Cana fer yfir málin með dómaranum Kevin Friend í ensku úrvalsdeildinni. Nordicphotos/Getty Albanir eru mættir til Íslands enda stórleikur fyrirhugaður á Laugardalsvelli í kvöld. Ekki skildi reikna með markaveislu. Albanir hafa skorað sjö mörk og fengið sjö á sig í leikjum sínum sjö í undankeppninni. Edgar Cani, 24 ára framherji Carpi á Ítalíu, er markahæstur með tvö mörk. Cani skoraði einmitt í 2-1 sigri Íslands í fyrri leiknum í Tirana. Aðrir leikmenn liðsins hafa skipt hinum mörkunum fimm á milli sín. Sterkasti leikmaður Albana og sá landsleikjahæsti er líklega miðvörðurinn Lorik Cana. Miðvörðurinn þrítugi hefur leikið 70 sinnum fyrir þjóð sína og borið fyrirliðabandið undanfarin ár. Cana, sem í dag leikur með Lazio á Ítalíu, var áður á mála hjá Galatasaray í Tyrklandi, Sunderland á Englandi auk Marseille og PSG í Frakklandi. Arsenal sýndi honum áhuga á táningsaldri en vegabréfsvandamál kom í veg fyrir að hann gæti sótt Lundúnafélagið heim. Cana var fyrsti albanski leikmaðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni þegar hann samdi við Sunderland. Sex leikmenn albanska landsliðsins eru á mála hjá ítölskum liðum. Aðeins þrír í leikmannahópnum spila með liðum í heimalandi sínu. Markahæsti leikmaðurinn í hópnum er Hamdi Salihi, framherji Jiangsu Sainty í Kína. Sá hefur skorað tíu sinnum fyrir þjóð sína en var ekki í byrjunarliðinu í 1-0 tapinu í Slóveníu á föstudag. Hann kom þó inn á snemma í síðari hálfleik. Albanir hafa aldrei staðið betur í alþjóðlegum fótbolta. Sigrar á Norðmönnum og Slóvenum í undankeppninni lyftu liðinu upp í 37. sæti heimslistans. Í dag sitja þeir í 38. sæti og eiga, líkt og Íslendingar, fínan möguleika á að ná öðru sætinu í riðlinum. Leikurinn í kvöld hefur mikið um það að segja. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Sterkari liðin mæta þeim veikari Allar líkur eru á því að takist Íslandi að hafna í 2. sæti E-riðils í undankeppni HM 2014 þá dugi það til þess að koma liðinu í umspil. 10. september 2013 10:00 Annað sætið ætti að duga íslenska liðinu í umspil 53 Evrópuþjóðir berjast um þrettán farseðla í lokakeppni heimsmeistarmótsins í Brasilíu á næsta ári. 10. september 2013 06:30 Erfiðir leikir gegn Albaníu Ísland og Albanía hafa fjórum sinnum mæst á knattspyrnuvellinum. Hvort lið hefur unnið tvo sigra. 10. september 2013 06:00 „Í okkar höndum hvort við förum áfram eða ekki“ Eftir endurkomuna ótrúlegu í Sviss eru Albanir næsti réttur á matseðlinum. Þótt andstæðingurinn sé hærra skrifaður segja strákarnir fullkomlega eðilegt að þjóðin krefjist sigurs enda komist liðið ekki upp með tap. 10. september 2013 07:00 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira
Albanir eru mættir til Íslands enda stórleikur fyrirhugaður á Laugardalsvelli í kvöld. Ekki skildi reikna með markaveislu. Albanir hafa skorað sjö mörk og fengið sjö á sig í leikjum sínum sjö í undankeppninni. Edgar Cani, 24 ára framherji Carpi á Ítalíu, er markahæstur með tvö mörk. Cani skoraði einmitt í 2-1 sigri Íslands í fyrri leiknum í Tirana. Aðrir leikmenn liðsins hafa skipt hinum mörkunum fimm á milli sín. Sterkasti leikmaður Albana og sá landsleikjahæsti er líklega miðvörðurinn Lorik Cana. Miðvörðurinn þrítugi hefur leikið 70 sinnum fyrir þjóð sína og borið fyrirliðabandið undanfarin ár. Cana, sem í dag leikur með Lazio á Ítalíu, var áður á mála hjá Galatasaray í Tyrklandi, Sunderland á Englandi auk Marseille og PSG í Frakklandi. Arsenal sýndi honum áhuga á táningsaldri en vegabréfsvandamál kom í veg fyrir að hann gæti sótt Lundúnafélagið heim. Cana var fyrsti albanski leikmaðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni þegar hann samdi við Sunderland. Sex leikmenn albanska landsliðsins eru á mála hjá ítölskum liðum. Aðeins þrír í leikmannahópnum spila með liðum í heimalandi sínu. Markahæsti leikmaðurinn í hópnum er Hamdi Salihi, framherji Jiangsu Sainty í Kína. Sá hefur skorað tíu sinnum fyrir þjóð sína en var ekki í byrjunarliðinu í 1-0 tapinu í Slóveníu á föstudag. Hann kom þó inn á snemma í síðari hálfleik. Albanir hafa aldrei staðið betur í alþjóðlegum fótbolta. Sigrar á Norðmönnum og Slóvenum í undankeppninni lyftu liðinu upp í 37. sæti heimslistans. Í dag sitja þeir í 38. sæti og eiga, líkt og Íslendingar, fínan möguleika á að ná öðru sætinu í riðlinum. Leikurinn í kvöld hefur mikið um það að segja.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Sterkari liðin mæta þeim veikari Allar líkur eru á því að takist Íslandi að hafna í 2. sæti E-riðils í undankeppni HM 2014 þá dugi það til þess að koma liðinu í umspil. 10. september 2013 10:00 Annað sætið ætti að duga íslenska liðinu í umspil 53 Evrópuþjóðir berjast um þrettán farseðla í lokakeppni heimsmeistarmótsins í Brasilíu á næsta ári. 10. september 2013 06:30 Erfiðir leikir gegn Albaníu Ísland og Albanía hafa fjórum sinnum mæst á knattspyrnuvellinum. Hvort lið hefur unnið tvo sigra. 10. september 2013 06:00 „Í okkar höndum hvort við förum áfram eða ekki“ Eftir endurkomuna ótrúlegu í Sviss eru Albanir næsti réttur á matseðlinum. Þótt andstæðingurinn sé hærra skrifaður segja strákarnir fullkomlega eðilegt að þjóðin krefjist sigurs enda komist liðið ekki upp með tap. 10. september 2013 07:00 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira
Sterkari liðin mæta þeim veikari Allar líkur eru á því að takist Íslandi að hafna í 2. sæti E-riðils í undankeppni HM 2014 þá dugi það til þess að koma liðinu í umspil. 10. september 2013 10:00
Annað sætið ætti að duga íslenska liðinu í umspil 53 Evrópuþjóðir berjast um þrettán farseðla í lokakeppni heimsmeistarmótsins í Brasilíu á næsta ári. 10. september 2013 06:30
Erfiðir leikir gegn Albaníu Ísland og Albanía hafa fjórum sinnum mæst á knattspyrnuvellinum. Hvort lið hefur unnið tvo sigra. 10. september 2013 06:00
„Í okkar höndum hvort við förum áfram eða ekki“ Eftir endurkomuna ótrúlegu í Sviss eru Albanir næsti réttur á matseðlinum. Þótt andstæðingurinn sé hærra skrifaður segja strákarnir fullkomlega eðilegt að þjóðin krefjist sigurs enda komist liðið ekki upp með tap. 10. september 2013 07:00