Það helsta um andstæðing Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2013 13:00 Lorik Cana fer yfir málin með dómaranum Kevin Friend í ensku úrvalsdeildinni. Nordicphotos/Getty Albanir eru mættir til Íslands enda stórleikur fyrirhugaður á Laugardalsvelli í kvöld. Ekki skildi reikna með markaveislu. Albanir hafa skorað sjö mörk og fengið sjö á sig í leikjum sínum sjö í undankeppninni. Edgar Cani, 24 ára framherji Carpi á Ítalíu, er markahæstur með tvö mörk. Cani skoraði einmitt í 2-1 sigri Íslands í fyrri leiknum í Tirana. Aðrir leikmenn liðsins hafa skipt hinum mörkunum fimm á milli sín. Sterkasti leikmaður Albana og sá landsleikjahæsti er líklega miðvörðurinn Lorik Cana. Miðvörðurinn þrítugi hefur leikið 70 sinnum fyrir þjóð sína og borið fyrirliðabandið undanfarin ár. Cana, sem í dag leikur með Lazio á Ítalíu, var áður á mála hjá Galatasaray í Tyrklandi, Sunderland á Englandi auk Marseille og PSG í Frakklandi. Arsenal sýndi honum áhuga á táningsaldri en vegabréfsvandamál kom í veg fyrir að hann gæti sótt Lundúnafélagið heim. Cana var fyrsti albanski leikmaðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni þegar hann samdi við Sunderland. Sex leikmenn albanska landsliðsins eru á mála hjá ítölskum liðum. Aðeins þrír í leikmannahópnum spila með liðum í heimalandi sínu. Markahæsti leikmaðurinn í hópnum er Hamdi Salihi, framherji Jiangsu Sainty í Kína. Sá hefur skorað tíu sinnum fyrir þjóð sína en var ekki í byrjunarliðinu í 1-0 tapinu í Slóveníu á föstudag. Hann kom þó inn á snemma í síðari hálfleik. Albanir hafa aldrei staðið betur í alþjóðlegum fótbolta. Sigrar á Norðmönnum og Slóvenum í undankeppninni lyftu liðinu upp í 37. sæti heimslistans. Í dag sitja þeir í 38. sæti og eiga, líkt og Íslendingar, fínan möguleika á að ná öðru sætinu í riðlinum. Leikurinn í kvöld hefur mikið um það að segja. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Sterkari liðin mæta þeim veikari Allar líkur eru á því að takist Íslandi að hafna í 2. sæti E-riðils í undankeppni HM 2014 þá dugi það til þess að koma liðinu í umspil. 10. september 2013 10:00 Annað sætið ætti að duga íslenska liðinu í umspil 53 Evrópuþjóðir berjast um þrettán farseðla í lokakeppni heimsmeistarmótsins í Brasilíu á næsta ári. 10. september 2013 06:30 Erfiðir leikir gegn Albaníu Ísland og Albanía hafa fjórum sinnum mæst á knattspyrnuvellinum. Hvort lið hefur unnið tvo sigra. 10. september 2013 06:00 „Í okkar höndum hvort við förum áfram eða ekki“ Eftir endurkomuna ótrúlegu í Sviss eru Albanir næsti réttur á matseðlinum. Þótt andstæðingurinn sé hærra skrifaður segja strákarnir fullkomlega eðilegt að þjóðin krefjist sigurs enda komist liðið ekki upp með tap. 10. september 2013 07:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Sjá meira
Albanir eru mættir til Íslands enda stórleikur fyrirhugaður á Laugardalsvelli í kvöld. Ekki skildi reikna með markaveislu. Albanir hafa skorað sjö mörk og fengið sjö á sig í leikjum sínum sjö í undankeppninni. Edgar Cani, 24 ára framherji Carpi á Ítalíu, er markahæstur með tvö mörk. Cani skoraði einmitt í 2-1 sigri Íslands í fyrri leiknum í Tirana. Aðrir leikmenn liðsins hafa skipt hinum mörkunum fimm á milli sín. Sterkasti leikmaður Albana og sá landsleikjahæsti er líklega miðvörðurinn Lorik Cana. Miðvörðurinn þrítugi hefur leikið 70 sinnum fyrir þjóð sína og borið fyrirliðabandið undanfarin ár. Cana, sem í dag leikur með Lazio á Ítalíu, var áður á mála hjá Galatasaray í Tyrklandi, Sunderland á Englandi auk Marseille og PSG í Frakklandi. Arsenal sýndi honum áhuga á táningsaldri en vegabréfsvandamál kom í veg fyrir að hann gæti sótt Lundúnafélagið heim. Cana var fyrsti albanski leikmaðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni þegar hann samdi við Sunderland. Sex leikmenn albanska landsliðsins eru á mála hjá ítölskum liðum. Aðeins þrír í leikmannahópnum spila með liðum í heimalandi sínu. Markahæsti leikmaðurinn í hópnum er Hamdi Salihi, framherji Jiangsu Sainty í Kína. Sá hefur skorað tíu sinnum fyrir þjóð sína en var ekki í byrjunarliðinu í 1-0 tapinu í Slóveníu á föstudag. Hann kom þó inn á snemma í síðari hálfleik. Albanir hafa aldrei staðið betur í alþjóðlegum fótbolta. Sigrar á Norðmönnum og Slóvenum í undankeppninni lyftu liðinu upp í 37. sæti heimslistans. Í dag sitja þeir í 38. sæti og eiga, líkt og Íslendingar, fínan möguleika á að ná öðru sætinu í riðlinum. Leikurinn í kvöld hefur mikið um það að segja.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Sterkari liðin mæta þeim veikari Allar líkur eru á því að takist Íslandi að hafna í 2. sæti E-riðils í undankeppni HM 2014 þá dugi það til þess að koma liðinu í umspil. 10. september 2013 10:00 Annað sætið ætti að duga íslenska liðinu í umspil 53 Evrópuþjóðir berjast um þrettán farseðla í lokakeppni heimsmeistarmótsins í Brasilíu á næsta ári. 10. september 2013 06:30 Erfiðir leikir gegn Albaníu Ísland og Albanía hafa fjórum sinnum mæst á knattspyrnuvellinum. Hvort lið hefur unnið tvo sigra. 10. september 2013 06:00 „Í okkar höndum hvort við förum áfram eða ekki“ Eftir endurkomuna ótrúlegu í Sviss eru Albanir næsti réttur á matseðlinum. Þótt andstæðingurinn sé hærra skrifaður segja strákarnir fullkomlega eðilegt að þjóðin krefjist sigurs enda komist liðið ekki upp með tap. 10. september 2013 07:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Sjá meira
Sterkari liðin mæta þeim veikari Allar líkur eru á því að takist Íslandi að hafna í 2. sæti E-riðils í undankeppni HM 2014 þá dugi það til þess að koma liðinu í umspil. 10. september 2013 10:00
Annað sætið ætti að duga íslenska liðinu í umspil 53 Evrópuþjóðir berjast um þrettán farseðla í lokakeppni heimsmeistarmótsins í Brasilíu á næsta ári. 10. september 2013 06:30
Erfiðir leikir gegn Albaníu Ísland og Albanía hafa fjórum sinnum mæst á knattspyrnuvellinum. Hvort lið hefur unnið tvo sigra. 10. september 2013 06:00
„Í okkar höndum hvort við förum áfram eða ekki“ Eftir endurkomuna ótrúlegu í Sviss eru Albanir næsti réttur á matseðlinum. Þótt andstæðingurinn sé hærra skrifaður segja strákarnir fullkomlega eðilegt að þjóðin krefjist sigurs enda komist liðið ekki upp með tap. 10. september 2013 07:00