Lífið

Damon mættur í tökur

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Matt Damon er helst þekktur fyrir hlutverk sitt um njósnarann Jason Bourne.
Matt Damon er helst þekktur fyrir hlutverk sitt um njósnarann Jason Bourne.
Matt Damon kom til landsins í dag en hann fer með eitt aðalhlutverka í myndinni Interstellar sem leikstýrð er af Christopher Nolan. Tökur á myndinni fara fram hér á landi við Kirkjubæjarklaustur og Svínafellsjökul.

Tökur á myndinni hafa staðið yfir síðustu daga og ganga vel samkvæmt heimildum Vísis. Anne Hathaway og Matthew McConaughey komu til landsins fyrr í þessari viku og nú hefur Damon bæst í þann hóp.

Nolan þekkir vel til á Íslandi en hann myndaði að hluta kvikmyndina Batman Begins á svipuðu slóðum fyrir nokkrum árum. Stjörnurnar munu víst taka íslenskum aðstæðum vel samkvæmt heimildarmanni Vísis. Gert er ráð fyrir að tökum ljúki í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×