Fótbolti

Kristinn dæmir leik Lazio og Legia í Evrópudeildinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristinn Jakobsson
Kristinn Jakobsson mynd / daníel
Dómarinn Kristinn Jakobsson mun dæma í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeildinni.

Kristinn mun dæma leik Lazio og Legia sem fram fer á Ítalíu á fimmtudagskvöldið.

Gunnar Sverrir Gunnarsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson verða aðstoðardómarar á leiknum og Þóroddur Hjaltalín og Gunnar Jarl Jónsson verða svo kallaðir sprotadómarar.

Sigurður Óli Þórleifsson mun síðan vera fjórða dómari leiksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×