Starfsmenn segja fylgst með klósettferðum sínum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. september 2013 19:15 Í Esju Gæðafæði fer fram kjötvinnsla. Mynd úr safni. Fréttablaðið/GVA Starfsmenn kjötvinnslunnar Esju Gæðafæðis kvörtuðu til Persónuverndar í janúar yfir uppsetningu öryggismyndavéla á vinnustað sínum. Hafði þeim ekki verið tilkynnt um vöktunina né tilgang hennar. Segir í kvörtuninni að „þeir hafi lent í því að vera spurðir um tíðni og lengd salernisferða auk þess að vera þaulspurðir út í verklag við vinnu.“ Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem kveðinn var upp í ágúst. Eigendur Esju Gæðafæðis hf. báru fyrir sig að áður, í gömlu húsnæði fyrirtækisins, hafi verið fullkomið og virkt myndavélatæki sem starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið kunnugt um, inntir eftir skýringum vegna kvörtunarinnar. Myndavélarnar séu til staðar til þess að auka öryggi starfsfólks. Í svarbréfi Esju Gæðafæðis hf. til Persónuverndar í kjölfar kvörtunarinnar kemur einnig fram að ákveðinn starfsmaður kannist við að hafa spurt einn af starfsmönnum fyrirtækisins um tíðar klósettferðir sínar. Segir þó að starfsmennirnir hafi unnið hlið við hlið, ekki hafi verið byggt á neinum myndbandsupptökum og að spurningin hafi miðað að því að vita hvort eitthvað bjátaði að hjá starfsmanninum sem fór á klósettið. Það var ekki fyrr en í júní á þessu ári sem að svarbréf barst frá starfsmönnum Esju Gæðafæðis vegna skýringa fyrirtækisins á eftirlitsmyndavélunum. Þar kemur fram að kerfið sem sett var upp á nýja staðnum sé mun fullkomnara, þar sé hægt að „súmma“ inn og að einn af yfirmönnunum sé með skjái með útsendingu úr öllum myndavélum við vinnuaðstöðu sína. Starfsmenn hafi einnig fengið athugasemdir þess efnis að þeir séu lengi í gang á morgnana en þeir mæta á undan yfirmönnum og því augljóst að horft er til myndbandsupptaka. Því sé verið að mæla vinnuafköst starfsmanna og það hljóti að vera hægt að gera það með öðrum hætti. Samkvæmt lögum má ekki mæla vinnuafköst með rafrænni vöktun nema hennar sé sérstök þörf. Persónuvernd taldi sér þó ekki stætt á að úrskurða um þetta efni þar sem um það stóð orð gegn orði. Úrskurður Persónuverndar féll á þá vegu að heimilt væri að setja upp eftirlitsmyndavélar að því gefnu að starfsmenn yrðu fræddir um vöktunina. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Starfsmenn kjötvinnslunnar Esju Gæðafæðis kvörtuðu til Persónuverndar í janúar yfir uppsetningu öryggismyndavéla á vinnustað sínum. Hafði þeim ekki verið tilkynnt um vöktunina né tilgang hennar. Segir í kvörtuninni að „þeir hafi lent í því að vera spurðir um tíðni og lengd salernisferða auk þess að vera þaulspurðir út í verklag við vinnu.“ Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem kveðinn var upp í ágúst. Eigendur Esju Gæðafæðis hf. báru fyrir sig að áður, í gömlu húsnæði fyrirtækisins, hafi verið fullkomið og virkt myndavélatæki sem starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið kunnugt um, inntir eftir skýringum vegna kvörtunarinnar. Myndavélarnar séu til staðar til þess að auka öryggi starfsfólks. Í svarbréfi Esju Gæðafæðis hf. til Persónuverndar í kjölfar kvörtunarinnar kemur einnig fram að ákveðinn starfsmaður kannist við að hafa spurt einn af starfsmönnum fyrirtækisins um tíðar klósettferðir sínar. Segir þó að starfsmennirnir hafi unnið hlið við hlið, ekki hafi verið byggt á neinum myndbandsupptökum og að spurningin hafi miðað að því að vita hvort eitthvað bjátaði að hjá starfsmanninum sem fór á klósettið. Það var ekki fyrr en í júní á þessu ári sem að svarbréf barst frá starfsmönnum Esju Gæðafæðis vegna skýringa fyrirtækisins á eftirlitsmyndavélunum. Þar kemur fram að kerfið sem sett var upp á nýja staðnum sé mun fullkomnara, þar sé hægt að „súmma“ inn og að einn af yfirmönnunum sé með skjái með útsendingu úr öllum myndavélum við vinnuaðstöðu sína. Starfsmenn hafi einnig fengið athugasemdir þess efnis að þeir séu lengi í gang á morgnana en þeir mæta á undan yfirmönnum og því augljóst að horft er til myndbandsupptaka. Því sé verið að mæla vinnuafköst starfsmanna og það hljóti að vera hægt að gera það með öðrum hætti. Samkvæmt lögum má ekki mæla vinnuafköst með rafrænni vöktun nema hennar sé sérstök þörf. Persónuvernd taldi sér þó ekki stætt á að úrskurða um þetta efni þar sem um það stóð orð gegn orði. Úrskurður Persónuverndar féll á þá vegu að heimilt væri að setja upp eftirlitsmyndavélar að því gefnu að starfsmenn yrðu fræddir um vöktunina.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent