Innlent

Egill Einarsson: „Löngu búið að prenta tímaritið“

Tinni Sveinsson skrifar
Egill Einarsson.
Egill Einarsson. Mynd/Anton Brink
Egill Einarsson sendi Vísi rétt í þessu svar við athugasemd Þóru Tómasdóttir.

Í athugasemd Þóru, sem hún sendi í kjölfar yfirlýsingar unnustu Egils, Guðríðar Jónsdóttur, kom fram að Þóra hefði hringt í Egil fyrir útkomu blaðsins:

„Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir,“ sagði Þóra.

Þetta segir Egill ekki rétt. Hann hafi ekki haft kost á því að koma athugasemdum á framfæri:

„Þóra Tómasdóttir hringdi í mig kl. 21:23 í fyrrakvöld (miðvikudagskvöld) og sagði mér frá umfjölluninni. Þá var löngu búið að prenta timaritið og dreifing hafin í verslanir.

Hvernig athugasemdum átti ég að koma á framfæri í tímariti sem var komið út? Ég tek undir með Guðríði að þetta er siðlaus blaðamennska og yfirlýsing Þóru, hvað þetta varðar, er einfaldlega röng,“ segir Egill.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×