Útilokar ekki slit á samningi við Moskvu Haraldur Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2013 12:47 Dagur B. Eggertsson segir tillögu borgarráðs gera ráð fyrir samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. „Við útilokum alls ekki að til þess geti komið að við slítum samstarfssamningi Reykjavíkurborgar við Moskvu,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra um endurskoðun á samningnum. Borgarráð samþykkti tillöguna einróma á fundi sínum í gær. Dagur segir tillöguna eiga rætur að rekja til bréfs sem Jón Gnarr sendi borgarstjóra Moskvu þar sem hann lýsti áhyggjum sínum á stöðu mannréttindamála í Rússlandi og nýrri löggjöf sem bannar samkynhneigð og því sem kallað hefur verið áróður fyrir samkynhneigð. Bréfinu var aldrei svarað og því var áðurnefnd tillaga að sögn Dags rökrétt framhald. „Tillagan gerir ráð fyrir samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. Ég hef rætt við samtökin í sumar og beðið þau að vera í sambandi við systrasamtök sín í Moskvu því við viljum með þessu styrkja baráttu og málstað samkynhneigðra í Rússlandi. Mannréttindi hafa lengi verið áherslumál hjá Reykjavíkurborg og þegar svona er komið, að venjulegt fólk getur ekki verið óhult á götum úti í sinni eigin borg eða sem ferðamenn, þá er einfaldlega ekki hægt að sitja þegjandi hjá. Það er allavega afstaða borgarráðs,“ segir Dagur B. Eggertsson. Tengdar fréttir Borgarráð samþykkir að endurskoða samstarf við Moskvu Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. 23. ágúst 2013 08:36 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
„Við útilokum alls ekki að til þess geti komið að við slítum samstarfssamningi Reykjavíkurborgar við Moskvu,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra um endurskoðun á samningnum. Borgarráð samþykkti tillöguna einróma á fundi sínum í gær. Dagur segir tillöguna eiga rætur að rekja til bréfs sem Jón Gnarr sendi borgarstjóra Moskvu þar sem hann lýsti áhyggjum sínum á stöðu mannréttindamála í Rússlandi og nýrri löggjöf sem bannar samkynhneigð og því sem kallað hefur verið áróður fyrir samkynhneigð. Bréfinu var aldrei svarað og því var áðurnefnd tillaga að sögn Dags rökrétt framhald. „Tillagan gerir ráð fyrir samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. Ég hef rætt við samtökin í sumar og beðið þau að vera í sambandi við systrasamtök sín í Moskvu því við viljum með þessu styrkja baráttu og málstað samkynhneigðra í Rússlandi. Mannréttindi hafa lengi verið áherslumál hjá Reykjavíkurborg og þegar svona er komið, að venjulegt fólk getur ekki verið óhult á götum úti í sinni eigin borg eða sem ferðamenn, þá er einfaldlega ekki hægt að sitja þegjandi hjá. Það er allavega afstaða borgarráðs,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Tengdar fréttir Borgarráð samþykkir að endurskoða samstarf við Moskvu Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. 23. ágúst 2013 08:36 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Borgarráð samþykkir að endurskoða samstarf við Moskvu Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. 23. ágúst 2013 08:36