Útilokar ekki slit á samningi við Moskvu Haraldur Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2013 12:47 Dagur B. Eggertsson segir tillögu borgarráðs gera ráð fyrir samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. „Við útilokum alls ekki að til þess geti komið að við slítum samstarfssamningi Reykjavíkurborgar við Moskvu,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra um endurskoðun á samningnum. Borgarráð samþykkti tillöguna einróma á fundi sínum í gær. Dagur segir tillöguna eiga rætur að rekja til bréfs sem Jón Gnarr sendi borgarstjóra Moskvu þar sem hann lýsti áhyggjum sínum á stöðu mannréttindamála í Rússlandi og nýrri löggjöf sem bannar samkynhneigð og því sem kallað hefur verið áróður fyrir samkynhneigð. Bréfinu var aldrei svarað og því var áðurnefnd tillaga að sögn Dags rökrétt framhald. „Tillagan gerir ráð fyrir samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. Ég hef rætt við samtökin í sumar og beðið þau að vera í sambandi við systrasamtök sín í Moskvu því við viljum með þessu styrkja baráttu og málstað samkynhneigðra í Rússlandi. Mannréttindi hafa lengi verið áherslumál hjá Reykjavíkurborg og þegar svona er komið, að venjulegt fólk getur ekki verið óhult á götum úti í sinni eigin borg eða sem ferðamenn, þá er einfaldlega ekki hægt að sitja þegjandi hjá. Það er allavega afstaða borgarráðs,“ segir Dagur B. Eggertsson. Tengdar fréttir Borgarráð samþykkir að endurskoða samstarf við Moskvu Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. 23. ágúst 2013 08:36 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Við útilokum alls ekki að til þess geti komið að við slítum samstarfssamningi Reykjavíkurborgar við Moskvu,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra um endurskoðun á samningnum. Borgarráð samþykkti tillöguna einróma á fundi sínum í gær. Dagur segir tillöguna eiga rætur að rekja til bréfs sem Jón Gnarr sendi borgarstjóra Moskvu þar sem hann lýsti áhyggjum sínum á stöðu mannréttindamála í Rússlandi og nýrri löggjöf sem bannar samkynhneigð og því sem kallað hefur verið áróður fyrir samkynhneigð. Bréfinu var aldrei svarað og því var áðurnefnd tillaga að sögn Dags rökrétt framhald. „Tillagan gerir ráð fyrir samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. Ég hef rætt við samtökin í sumar og beðið þau að vera í sambandi við systrasamtök sín í Moskvu því við viljum með þessu styrkja baráttu og málstað samkynhneigðra í Rússlandi. Mannréttindi hafa lengi verið áherslumál hjá Reykjavíkurborg og þegar svona er komið, að venjulegt fólk getur ekki verið óhult á götum úti í sinni eigin borg eða sem ferðamenn, þá er einfaldlega ekki hægt að sitja þegjandi hjá. Það er allavega afstaða borgarráðs,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Tengdar fréttir Borgarráð samþykkir að endurskoða samstarf við Moskvu Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. 23. ágúst 2013 08:36 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Borgarráð samþykkir að endurskoða samstarf við Moskvu Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. 23. ágúst 2013 08:36