Ósáttir útskriftarnemar: Klósettin láku og maturinn var ógeðslegur Kristján Hjálmarsson skrifar 26. ágúst 2013 15:00 „Flest klósettin láku eða voru stífluð. Greyin voru búin að borga 175 þúsund krónur á mann fyrir ferðina og það átti allt að vera innifalið,“ segir Anna Þóra Björnsdóttir. Sonur Önnu Þóru var einn af 200 útskriftarnemum úr Menntaskólanum í Reykjavík sem fór í tíu daga útskriftarferð til Krítar á vegum Heimsferða.Eins og fram hefur komið gekk ferðin ekki alveg eins og skildi þar sem flugvél á vegum Heimsferða bilaði með þeim afleiðingum að nemendurnir þurftu að dvelja auka nótt í Grikklandi. Að sögn Önnu Þóru var seinkunin þó ekki það eina sem fór úrskeiðis.Herbergin voru ekki upp á marga fiska.„Upphaflega áttu þau að gista á fjögurra stjörnu hóteli og það átti allt að vera innifalið. Síðan breyttust þær áætlanir eitthvað og þau voru látin gista á öðru hóteli,“ útskýrir Anna Þóra. „Starfsfólkið á því hóteli sagði krökkunum að það hefði í raun verið búið að leggja hótelið niður en það hefði verið opnað og græjað sérstaklega fyrir þau.“ Af myndunum að dæma er um eitthvað allt annað en um fjögurra stjörnu hótel að ræða. „Flest klósettin láku eða voru stífluð. Á þeim tíu dögum sem þau voru þarna kom einu sinni volgt vatn úr sturtunni hjá syni mínum. Einn sem var í ferðinni drakk fimmtán bjóra í röð, bara til að prófa, en fann aldrei neitt á sér svo þetta hefur sennilega verið útþynntur pilsner,“ segir Anna Þóra. „Maturinn var líka ógeðslegur og það var ekki einu sinni kaffi í boði.“Flest klósettin láku eða voru stífluð.Hún segir að krakkarnir hafi reynt að gera það besta úr þessu. „En ég er búin að tala við fullt af foreldrum og það eru allir brjálaðir,“ segir Anna Þóra. „Krakkarnir skemmtu sér samt vel og gerðu bara það besta úr þessu,“ segir Anna Þóra sem þegar er búin að hafa samband við Heimsferðir. Starfsfólkið sagði að í raun væri búið að leggja hótelið niður.Tómas Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að útskriftarhópurinn úr MR hafi ekki keypt ferð með gistingu á fjögurra stjörnu hóteli. Það sé misskilningur. Til hafi staðið að þau myndu gista í íbúðum sem eru byggðar við fjögurra stjörnu hótel. „Við sendum síðan fólk út til að skoða íbúðirnar og þeim leist ekki nógu vel á þær,“ segir Tómas. Því hafi verið gengið í það að útvega annað hótel, með einföldum herbergjum, svo krakkarnir gætu allir gist á sama stað. Það hótel sé þó ekki í almennri sölu hjá Heimsferðum. „Við sáum myndir af hótelinu en svo virðist vera sem það hafi ekki verið búið að endurnýja öll baðherbergin eins og til stóð,“ segir Tómas sem segist ekki vita betur en að allt hafi að öðru leyti gengið vel úti.Krakkarnir voru óánægðir með matinn.„Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri óánægju með matinn eða að það hafi ekki verið hiti á sturtunum,“ segir Tómas sem hittir fararstjórann sem var úti á Krít á morgun og mun þá fara betur yfir málið. „Við vorum í sambandi við fararstjórana þrjá sem voru úti og þeir sögðu að þetta hefði gengið ágætlega fyrir sig. Það er líka alltaf fjör í kringum skólahópa eins og gengur. En ég heyri ekki annað á krökkunum en að þau hafi verið ánægð.“Myndir fyrir utan hótelið.Klósettið á ströndinni hjá hótelinu. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Flest klósettin láku eða voru stífluð. Greyin voru búin að borga 175 þúsund krónur á mann fyrir ferðina og það átti allt að vera innifalið,“ segir Anna Þóra Björnsdóttir. Sonur Önnu Þóru var einn af 200 útskriftarnemum úr Menntaskólanum í Reykjavík sem fór í tíu daga útskriftarferð til Krítar á vegum Heimsferða.Eins og fram hefur komið gekk ferðin ekki alveg eins og skildi þar sem flugvél á vegum Heimsferða bilaði með þeim afleiðingum að nemendurnir þurftu að dvelja auka nótt í Grikklandi. Að sögn Önnu Þóru var seinkunin þó ekki það eina sem fór úrskeiðis.Herbergin voru ekki upp á marga fiska.„Upphaflega áttu þau að gista á fjögurra stjörnu hóteli og það átti allt að vera innifalið. Síðan breyttust þær áætlanir eitthvað og þau voru látin gista á öðru hóteli,“ útskýrir Anna Þóra. „Starfsfólkið á því hóteli sagði krökkunum að það hefði í raun verið búið að leggja hótelið niður en það hefði verið opnað og græjað sérstaklega fyrir þau.“ Af myndunum að dæma er um eitthvað allt annað en um fjögurra stjörnu hótel að ræða. „Flest klósettin láku eða voru stífluð. Á þeim tíu dögum sem þau voru þarna kom einu sinni volgt vatn úr sturtunni hjá syni mínum. Einn sem var í ferðinni drakk fimmtán bjóra í röð, bara til að prófa, en fann aldrei neitt á sér svo þetta hefur sennilega verið útþynntur pilsner,“ segir Anna Þóra. „Maturinn var líka ógeðslegur og það var ekki einu sinni kaffi í boði.“Flest klósettin láku eða voru stífluð.Hún segir að krakkarnir hafi reynt að gera það besta úr þessu. „En ég er búin að tala við fullt af foreldrum og það eru allir brjálaðir,“ segir Anna Þóra. „Krakkarnir skemmtu sér samt vel og gerðu bara það besta úr þessu,“ segir Anna Þóra sem þegar er búin að hafa samband við Heimsferðir. Starfsfólkið sagði að í raun væri búið að leggja hótelið niður.Tómas Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að útskriftarhópurinn úr MR hafi ekki keypt ferð með gistingu á fjögurra stjörnu hóteli. Það sé misskilningur. Til hafi staðið að þau myndu gista í íbúðum sem eru byggðar við fjögurra stjörnu hótel. „Við sendum síðan fólk út til að skoða íbúðirnar og þeim leist ekki nógu vel á þær,“ segir Tómas. Því hafi verið gengið í það að útvega annað hótel, með einföldum herbergjum, svo krakkarnir gætu allir gist á sama stað. Það hótel sé þó ekki í almennri sölu hjá Heimsferðum. „Við sáum myndir af hótelinu en svo virðist vera sem það hafi ekki verið búið að endurnýja öll baðherbergin eins og til stóð,“ segir Tómas sem segist ekki vita betur en að allt hafi að öðru leyti gengið vel úti.Krakkarnir voru óánægðir með matinn.„Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri óánægju með matinn eða að það hafi ekki verið hiti á sturtunum,“ segir Tómas sem hittir fararstjórann sem var úti á Krít á morgun og mun þá fara betur yfir málið. „Við vorum í sambandi við fararstjórana þrjá sem voru úti og þeir sögðu að þetta hefði gengið ágætlega fyrir sig. Það er líka alltaf fjör í kringum skólahópa eins og gengur. En ég heyri ekki annað á krökkunum en að þau hafi verið ánægð.“Myndir fyrir utan hótelið.Klósettið á ströndinni hjá hótelinu.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira