Borgarstjóri um framtíð flugvallarins: „Ég útiloka ekkert“ Höskuldur Kári Schram skrifar 26. ágúst 2013 18:39 Jón Gnarr borgarstjóri útilokar ekki að borgin muni endurskoðan áætlanir varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar. Rúmlega 53 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda og Alþingis um að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Hópurinn Hjartað í Vatnsmýrinni hóf undirskriftarsöfnun á Netinu fyrir tíu dögum - eða þann 16. ágúst síðastliðinn. Að meðaltali hafi því rúmlega 5 þúsund undirskriftir bæst á listann á hverjum degi síðan söfnunin hófst. Hópurinn skorar á Reykjavíkurborg og Alþingi að tryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar. Undirskriftirnar verða afhentar borgarstjórn Reykjavíkur 20. september næstkomandi. Samkvæmt tillögu að aðilaskipulagi Reykavíkur er gert ráð fyrir að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni árið 2030 en gert ráð fyrir einni flugbraut eftir 2016. Jón Gnarr borgarstjóri ætlar að taka afstöðu til málsins þegar undirskriftarlistinn verður afhentur.Þú útilokar ekki að þið munið endurskoða ykkar afstöðu?„Ég útiloka ekkert en ég er að tjá mig um eitthvað sem ég veit ósköp lítið um. Tíminn er ekki útrunninn og en við munum taka afstöðu til þess þegar þetta liggur fyrir eða þegar við fáum afhentar undirskriftirnar, þá munum við taka afstöðu til þess hvað við gerum," segir Jón. Hann segir að þá verði málið rætt innan borgarstjórnar. „Það sem er mjög sérstakt við þessar undirskriftir er að við vitum ekki hvert er hlutfall íbúa Reykjavíkur í þeim. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem að ég stend frammi fyrir, ég hef náttúrulega tekið við fjölda undirskriftarlista, en ég veit ekki hver afstaða mín gagnvart undirskriftum íbúa utan Reykjavíkur er, ég hef aldrei staðið frammi fyrir því en þetta þýðir bara að við setjum niður og skoðum þetta og ræðum þetta,“ segir Jón Gnarr. Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri útilokar ekki að borgin muni endurskoðan áætlanir varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar. Rúmlega 53 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda og Alþingis um að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Hópurinn Hjartað í Vatnsmýrinni hóf undirskriftarsöfnun á Netinu fyrir tíu dögum - eða þann 16. ágúst síðastliðinn. Að meðaltali hafi því rúmlega 5 þúsund undirskriftir bæst á listann á hverjum degi síðan söfnunin hófst. Hópurinn skorar á Reykjavíkurborg og Alþingi að tryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar. Undirskriftirnar verða afhentar borgarstjórn Reykjavíkur 20. september næstkomandi. Samkvæmt tillögu að aðilaskipulagi Reykavíkur er gert ráð fyrir að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni árið 2030 en gert ráð fyrir einni flugbraut eftir 2016. Jón Gnarr borgarstjóri ætlar að taka afstöðu til málsins þegar undirskriftarlistinn verður afhentur.Þú útilokar ekki að þið munið endurskoða ykkar afstöðu?„Ég útiloka ekkert en ég er að tjá mig um eitthvað sem ég veit ósköp lítið um. Tíminn er ekki útrunninn og en við munum taka afstöðu til þess þegar þetta liggur fyrir eða þegar við fáum afhentar undirskriftirnar, þá munum við taka afstöðu til þess hvað við gerum," segir Jón. Hann segir að þá verði málið rætt innan borgarstjórnar. „Það sem er mjög sérstakt við þessar undirskriftir er að við vitum ekki hvert er hlutfall íbúa Reykjavíkur í þeim. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem að ég stend frammi fyrir, ég hef náttúrulega tekið við fjölda undirskriftarlista, en ég veit ekki hver afstaða mín gagnvart undirskriftum íbúa utan Reykjavíkur er, ég hef aldrei staðið frammi fyrir því en þetta þýðir bara að við setjum niður og skoðum þetta og ræðum þetta,“ segir Jón Gnarr.
Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira