Tugur barnaníðinga á leið út í samfélagið Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2013 12:33 Fyrir tíu árum var fangelsisvist barnaníðinga í fangelsi algert víti. Nú er sérstakur gangur á Litla Hrauni þar sem þeir eru saman vistaðir. Samfélagið verður að svara þeirri spurningu hvernig taka á móti barnaníðingum að afplánun lokinni, að sögn Helga Gunnlaugssonar afbrotafræðings. Aldrei hafa fleiri slíkir setið inni.Farnir að mynda hópa innan veggja fangelsa Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur sprenging hefur orðið í fjölda þeirra sem sitja inni fyrir kynferðisbrot. Árið 2000 afplánuðu 10 fangelsisrefsingu fyrir slík brot. Árið 2012 voru þeir orðnir 47. Það er aukning upp á 370 prósent. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir stefna í óefni. Í kringum aldamótin vorum við með tvo til þrjá einstaklinga sem voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Nú erum við kannski með tíu til fimmtán. Þetta er gríðarleg fjölgun. „Þetta er allt annar veruleiki í dag, veruleiki sem við höfum ekki staðið frammi fyrir áður. Við erum með í fangelsi sérstakan gang þar sem eru tíu kynferðisbrotamenn gegn börnum, saman vistaðir. Þetta er algerlega nýtt. Fyrir tíu til fimmtán árum var dvöl þeirra í fangelsi hrein martröð og skelfing; lagðir í einelti og fangelsisvist þeirra var algert víti. Það er svo sem svo ennþá en með auknum fjölda breytist þetta. Þeir fara að mynda hópa innan fangelsins.“Útilokaðir geta þeir reynst hættulegri Þetta er hættuástand. „Ef viðbrögð samfélagsins eru þannig að þeir eigi ekki afturkvæmt í samfélagið er sú hætta fyrir hendi að þeir fyllist biturð, geta hvergi höfði sínu hallað og geta þá orðið hættulegri en ella.“ Í Fréttatímanum var sagt af dæmdum barnaníðingi sem var sagt upp störfum hjá Kynnisferðum fyrr í þessum mánuði vegna ábendingar um að hann væri dæmdur barnaníðingur. Meginspurningin sem samfélagið verður að takast á við er hvernig eigi að taka á móti mönnum sem hafa afplánað fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Samfélagið er einhuga um þarna að um mjög alvarleg brot er að ræða. Þungar refsingar hafa verið svarið. En við höfum mjög lítið horfst í augu við það að þessir einstaklingar snúa aftur út í samfélagið. Spurningin er: Hvernig ætlum við að taka á móti þeim þegar þeir koma út? Eiga þeir að eiga afturkvæmt í samfélagið sem vinnandi borgarar eða viljum við loka þá í fangelsi til æviloka?“Verðum að svara spurningunni Helgi spyr áfram og spurningarnar eru ekki auðveldar viðureignar: „Við verðum að horfast í augu við þetta; hvernig þeir eiga að koma til baka eftir langa afplánun. Þeir þurfa að geta á einhvern hátt aðlagast samfélaginu á nýjan leik. Við megum ekki tapa okkur í einhverri múgæsingu yfir þeim. En, á sama tíma verðum við að áhættumeta þetta og sannarlega fylgjast með þeim sem eru hættulegir umhverfi sínu.“ Helgi segir þessa umræðu verða að fara fram í öllu samfélaginu en að henni verði einnig að koma fagaðilar sem þekkja til þessara brota. Vinna verði með þessum einstaklingum og fylgja út í samfélagið með eftirliti og stuðningi. Reyna þannig að draga úr áhættuþáttum; að þeir brjóti af sér aftur. Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Sjá meira
Samfélagið verður að svara þeirri spurningu hvernig taka á móti barnaníðingum að afplánun lokinni, að sögn Helga Gunnlaugssonar afbrotafræðings. Aldrei hafa fleiri slíkir setið inni.Farnir að mynda hópa innan veggja fangelsa Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur sprenging hefur orðið í fjölda þeirra sem sitja inni fyrir kynferðisbrot. Árið 2000 afplánuðu 10 fangelsisrefsingu fyrir slík brot. Árið 2012 voru þeir orðnir 47. Það er aukning upp á 370 prósent. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir stefna í óefni. Í kringum aldamótin vorum við með tvo til þrjá einstaklinga sem voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Nú erum við kannski með tíu til fimmtán. Þetta er gríðarleg fjölgun. „Þetta er allt annar veruleiki í dag, veruleiki sem við höfum ekki staðið frammi fyrir áður. Við erum með í fangelsi sérstakan gang þar sem eru tíu kynferðisbrotamenn gegn börnum, saman vistaðir. Þetta er algerlega nýtt. Fyrir tíu til fimmtán árum var dvöl þeirra í fangelsi hrein martröð og skelfing; lagðir í einelti og fangelsisvist þeirra var algert víti. Það er svo sem svo ennþá en með auknum fjölda breytist þetta. Þeir fara að mynda hópa innan fangelsins.“Útilokaðir geta þeir reynst hættulegri Þetta er hættuástand. „Ef viðbrögð samfélagsins eru þannig að þeir eigi ekki afturkvæmt í samfélagið er sú hætta fyrir hendi að þeir fyllist biturð, geta hvergi höfði sínu hallað og geta þá orðið hættulegri en ella.“ Í Fréttatímanum var sagt af dæmdum barnaníðingi sem var sagt upp störfum hjá Kynnisferðum fyrr í þessum mánuði vegna ábendingar um að hann væri dæmdur barnaníðingur. Meginspurningin sem samfélagið verður að takast á við er hvernig eigi að taka á móti mönnum sem hafa afplánað fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Samfélagið er einhuga um þarna að um mjög alvarleg brot er að ræða. Þungar refsingar hafa verið svarið. En við höfum mjög lítið horfst í augu við það að þessir einstaklingar snúa aftur út í samfélagið. Spurningin er: Hvernig ætlum við að taka á móti þeim þegar þeir koma út? Eiga þeir að eiga afturkvæmt í samfélagið sem vinnandi borgarar eða viljum við loka þá í fangelsi til æviloka?“Verðum að svara spurningunni Helgi spyr áfram og spurningarnar eru ekki auðveldar viðureignar: „Við verðum að horfast í augu við þetta; hvernig þeir eiga að koma til baka eftir langa afplánun. Þeir þurfa að geta á einhvern hátt aðlagast samfélaginu á nýjan leik. Við megum ekki tapa okkur í einhverri múgæsingu yfir þeim. En, á sama tíma verðum við að áhættumeta þetta og sannarlega fylgjast með þeim sem eru hættulegir umhverfi sínu.“ Helgi segir þessa umræðu verða að fara fram í öllu samfélaginu en að henni verði einnig að koma fagaðilar sem þekkja til þessara brota. Vinna verði með þessum einstaklingum og fylgja út í samfélagið með eftirliti og stuðningi. Reyna þannig að draga úr áhættuþáttum; að þeir brjóti af sér aftur.
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Sjá meira