Innlent

Jón Gnarr vill slíta sambandi við Moskvu vegna afstöðu til hinsegin fólks

Valur Grettisson skrifar
Jón Gnarr.
Jón Gnarr.
Staðgengill borgarstjóra lagði fram tillögu fyrir hönd Jóns Gnarr, borgarstjóra, á borgaráðsfundi í gær að endurskoða eða slíta samstarfssamningi Reykjavíkur og Moskvu. Það þýðir að borgarstjórinn leggur til að formleg stjórnmála- og menningartengsl Reykjavíkurborgar við Mosvku verði slitin.

Í fundargerð borgaráðs segir orðrétt:

„Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað á síðustu misserum í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi er borgarlögmanni, mannréttindaskrifstofu og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur að breytingum á eða uppsögn samstarfssamnings Reykjavíkur og Moskvu, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið.“

Borgirnar tvær urðu „systurborgir“ í borgarstjórnartíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar árið 2007. Samstarfssamningurinn sem um ræðir kvað á um viðtækt samstarf á milli borganna tveggja. Bæði Vilhjálmur og áður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafa heimsótt borgina í formlegum erindum.

Málinu var frestað á fundinum sem fram fór í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×