Aðrir færari um að reka heilbrigðisþjónustuna en ríkið Ingveldur Geirsdóttir skrifar 14. júlí 2013 12:07 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra horfir til þess að færa rekstur heilsugæslunnar frá ríkinu og til annarra sem eru færari um að annast reksturinn. Hann segir Íslendinga eiga tvo kosti í heilbrigðismálum; að þrengja meira að þjónustunni eða að hlúa að grunnstoðunum og forgangsraða fjármunum ríkissjóðs. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir meðal annars einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og sagði Kristján Þór að það væri möguleiki að gefa kost á fleiri rekstrarformum heilsugæslunnar en að ríkið reki hana. „Það er ýmislegt annað í boði heldur en það að ríkissjóðurinn, ráðuneytið, standi í rekstri. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum frekar að horfa til þess að ráðuneytið sé stefnumótandi á grunni löggjafar sem Alþingi hefur sett og síðan eru aðrir færari um að annast rekstur en ráðuneytin sjálf," sagðir Kristján Þór. Hann segir að endurskipulagning á heilbrigðiskerfinu sé nauðsynleg. „Megin atriðið er þetta að miða við stöðuna sem við erum í með garminn ríkissjóð, 30 milljarða gat, þá er alveg klárt mál að við verðum einhvern veginn að reyna að vinna með þeim hætti að við fáum meiri þjónustu eða getum viðhaldið sama þjónustustigi fyrir sama fé." Hann segir Íslendinga eiga tvo kosti í heilbrigðismálum, annar sé að ganga áfram á sömu braut og þrengja meira að þjónustunni sem muni skerða lífsgæði Íslendinga almennt. „Ef við þurfum að fara að ganga harkalega inn í þennan málaflokk er það mitt mat að við getum ekki gert það með almennum flötum niðurskurði. Við eigum þá enga aðra kosti en að fara að forgangsraða verkefnum í heilbrigðisþjónustunni og það myndi þá vera fyrsta verk að loka fyrir tiltekna þjónustuþætti. Hinn kosturinn er sá að hlúa að þessum grunnstoðum og koma í veg fyrir það að við þurfum að ganga þrautaveginn lengra. Það þýðir að við verðum að forgangsraða þessum takmörkuðu fjármunum sem í ríkissjóðinn koma hverju sinni með öðrum hætti en við höfum verið að gera á undanförnum árum," sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Heilbrigðisráðherra horfir til þess að færa rekstur heilsugæslunnar frá ríkinu og til annarra sem eru færari um að annast reksturinn. Hann segir Íslendinga eiga tvo kosti í heilbrigðismálum; að þrengja meira að þjónustunni eða að hlúa að grunnstoðunum og forgangsraða fjármunum ríkissjóðs. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir meðal annars einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og sagði Kristján Þór að það væri möguleiki að gefa kost á fleiri rekstrarformum heilsugæslunnar en að ríkið reki hana. „Það er ýmislegt annað í boði heldur en það að ríkissjóðurinn, ráðuneytið, standi í rekstri. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum frekar að horfa til þess að ráðuneytið sé stefnumótandi á grunni löggjafar sem Alþingi hefur sett og síðan eru aðrir færari um að annast rekstur en ráðuneytin sjálf," sagðir Kristján Þór. Hann segir að endurskipulagning á heilbrigðiskerfinu sé nauðsynleg. „Megin atriðið er þetta að miða við stöðuna sem við erum í með garminn ríkissjóð, 30 milljarða gat, þá er alveg klárt mál að við verðum einhvern veginn að reyna að vinna með þeim hætti að við fáum meiri þjónustu eða getum viðhaldið sama þjónustustigi fyrir sama fé." Hann segir Íslendinga eiga tvo kosti í heilbrigðismálum, annar sé að ganga áfram á sömu braut og þrengja meira að þjónustunni sem muni skerða lífsgæði Íslendinga almennt. „Ef við þurfum að fara að ganga harkalega inn í þennan málaflokk er það mitt mat að við getum ekki gert það með almennum flötum niðurskurði. Við eigum þá enga aðra kosti en að fara að forgangsraða verkefnum í heilbrigðisþjónustunni og það myndi þá vera fyrsta verk að loka fyrir tiltekna þjónustuþætti. Hinn kosturinn er sá að hlúa að þessum grunnstoðum og koma í veg fyrir það að við þurfum að ganga þrautaveginn lengra. Það þýðir að við verðum að forgangsraða þessum takmörkuðu fjármunum sem í ríkissjóðinn koma hverju sinni með öðrum hætti en við höfum verið að gera á undanförnum árum," sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira