Fáar en háværar raddir á móti mosku í Reykjavík Ingveldur Geirsdóttir skrifar 14. júlí 2013 18:53 Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. Viðhorf borgarbúa virðist líka frekar jákvætt fyrir bænahúsi múslima. Nýverið var samþykkt deiluskipulag í borgarráði Reykjavíkur þar sem gert er ráð fyrir að Félag múslíma á Íslandi fái lóð undir mosku í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Reiknað er með að byggingin hefjist næsta vor og taki um tvö ár. Gert er ráð fyrir að hún verði um áttahundruð fermetrar að stærð og með níu metra háum bænaturni. Félag múslima á Íslandi var stofnað árið 1997 og hefur frá árinu 2002 verið með mosku í húsnæði í Ármúlanum. Þrátt fyrir að moska hafi verið hér í yfir tíu ár virðist nokkur andstæða vera við það að múslimar fái að reisa sína eigin byggingu. Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri fór mikinn í andstöðu sinni við mosku í liðinni viku og hvatti borgarbúa til að mótmæla áformum borgarstjórnar um að leyfa bygginguna. Einhverjir urðu við kalli hans því tvær aðsendar greinar birtust í Morgunblaðinu um helgina þar sem moskubyggingin er gagnrýnd. Sverrir Agnarsson formaður Félags múslima á Íslandi segir þrátt fyrir það andstöðuna við bygginguna minni en hann bjóst við. „Mér finnst ég heyra fáar en virkilega slæmar raddir sem byggjast á hreinni þröngsýni og ofstopa. Þetta eru bara viðhorf gamalla tíma sem eru að hverfa, menn verða bara að átta sig á því hvaða orðræðu þeir beita," segir Sverrir. Þá má finna á Facebook síður tveggja andstæðra hópa; Mótmælum mosku á Íslandi sem tæplega tvöþúsund manns hafa líkað við og Mótmælum EKKI mosku á Íslandi sem um fimmhundruð manns hafa líkað við. Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. Viðhorf borgarbúa virðist líka frekar jákvætt fyrir bænahúsi múslima. Nýverið var samþykkt deiluskipulag í borgarráði Reykjavíkur þar sem gert er ráð fyrir að Félag múslíma á Íslandi fái lóð undir mosku í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Reiknað er með að byggingin hefjist næsta vor og taki um tvö ár. Gert er ráð fyrir að hún verði um áttahundruð fermetrar að stærð og með níu metra háum bænaturni. Félag múslima á Íslandi var stofnað árið 1997 og hefur frá árinu 2002 verið með mosku í húsnæði í Ármúlanum. Þrátt fyrir að moska hafi verið hér í yfir tíu ár virðist nokkur andstæða vera við það að múslimar fái að reisa sína eigin byggingu. Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri fór mikinn í andstöðu sinni við mosku í liðinni viku og hvatti borgarbúa til að mótmæla áformum borgarstjórnar um að leyfa bygginguna. Einhverjir urðu við kalli hans því tvær aðsendar greinar birtust í Morgunblaðinu um helgina þar sem moskubyggingin er gagnrýnd. Sverrir Agnarsson formaður Félags múslima á Íslandi segir þrátt fyrir það andstöðuna við bygginguna minni en hann bjóst við. „Mér finnst ég heyra fáar en virkilega slæmar raddir sem byggjast á hreinni þröngsýni og ofstopa. Þetta eru bara viðhorf gamalla tíma sem eru að hverfa, menn verða bara að átta sig á því hvaða orðræðu þeir beita," segir Sverrir. Þá má finna á Facebook síður tveggja andstæðra hópa; Mótmælum mosku á Íslandi sem tæplega tvöþúsund manns hafa líkað við og Mótmælum EKKI mosku á Íslandi sem um fimmhundruð manns hafa líkað við.
Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira