Fáar en háværar raddir á móti mosku í Reykjavík Ingveldur Geirsdóttir skrifar 14. júlí 2013 18:53 Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. Viðhorf borgarbúa virðist líka frekar jákvætt fyrir bænahúsi múslima. Nýverið var samþykkt deiluskipulag í borgarráði Reykjavíkur þar sem gert er ráð fyrir að Félag múslíma á Íslandi fái lóð undir mosku í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Reiknað er með að byggingin hefjist næsta vor og taki um tvö ár. Gert er ráð fyrir að hún verði um áttahundruð fermetrar að stærð og með níu metra háum bænaturni. Félag múslima á Íslandi var stofnað árið 1997 og hefur frá árinu 2002 verið með mosku í húsnæði í Ármúlanum. Þrátt fyrir að moska hafi verið hér í yfir tíu ár virðist nokkur andstæða vera við það að múslimar fái að reisa sína eigin byggingu. Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri fór mikinn í andstöðu sinni við mosku í liðinni viku og hvatti borgarbúa til að mótmæla áformum borgarstjórnar um að leyfa bygginguna. Einhverjir urðu við kalli hans því tvær aðsendar greinar birtust í Morgunblaðinu um helgina þar sem moskubyggingin er gagnrýnd. Sverrir Agnarsson formaður Félags múslima á Íslandi segir þrátt fyrir það andstöðuna við bygginguna minni en hann bjóst við. „Mér finnst ég heyra fáar en virkilega slæmar raddir sem byggjast á hreinni þröngsýni og ofstopa. Þetta eru bara viðhorf gamalla tíma sem eru að hverfa, menn verða bara að átta sig á því hvaða orðræðu þeir beita," segir Sverrir. Þá má finna á Facebook síður tveggja andstæðra hópa; Mótmælum mosku á Íslandi sem tæplega tvöþúsund manns hafa líkað við og Mótmælum EKKI mosku á Íslandi sem um fimmhundruð manns hafa líkað við. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. Viðhorf borgarbúa virðist líka frekar jákvætt fyrir bænahúsi múslima. Nýverið var samþykkt deiluskipulag í borgarráði Reykjavíkur þar sem gert er ráð fyrir að Félag múslíma á Íslandi fái lóð undir mosku í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Reiknað er með að byggingin hefjist næsta vor og taki um tvö ár. Gert er ráð fyrir að hún verði um áttahundruð fermetrar að stærð og með níu metra háum bænaturni. Félag múslima á Íslandi var stofnað árið 1997 og hefur frá árinu 2002 verið með mosku í húsnæði í Ármúlanum. Þrátt fyrir að moska hafi verið hér í yfir tíu ár virðist nokkur andstæða vera við það að múslimar fái að reisa sína eigin byggingu. Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri fór mikinn í andstöðu sinni við mosku í liðinni viku og hvatti borgarbúa til að mótmæla áformum borgarstjórnar um að leyfa bygginguna. Einhverjir urðu við kalli hans því tvær aðsendar greinar birtust í Morgunblaðinu um helgina þar sem moskubyggingin er gagnrýnd. Sverrir Agnarsson formaður Félags múslima á Íslandi segir þrátt fyrir það andstöðuna við bygginguna minni en hann bjóst við. „Mér finnst ég heyra fáar en virkilega slæmar raddir sem byggjast á hreinni þröngsýni og ofstopa. Þetta eru bara viðhorf gamalla tíma sem eru að hverfa, menn verða bara að átta sig á því hvaða orðræðu þeir beita," segir Sverrir. Þá má finna á Facebook síður tveggja andstæðra hópa; Mótmælum mosku á Íslandi sem tæplega tvöþúsund manns hafa líkað við og Mótmælum EKKI mosku á Íslandi sem um fimmhundruð manns hafa líkað við.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira