Innlent

Tveimur Íslendingum bjargað af skútu

Gissur Sigurðsson skrifar
Herkúles-flugvél frá kanadísku landhelgisgæslunni var send af stað til hjálpar. Hér má sjá eina slíka vél sem bandaríski herinn notaði.
Herkúles-flugvél frá kanadísku landhelgisgæslunni var send af stað til hjálpar. Hér má sjá eina slíka vél sem bandaríski herinn notaði.
Tveimur Íslendingum og einum Möltubúa var bjargað  af skútu um borð í belgískt flutningaskip djúpt suður af Hvarfi á Grænlandi um klukkan ellelu í morgun.

Bátsverjar á skútunni, sem var á leið frá Kanada til Íslands, sendu í gærkvöldi út neyðarkall, þegar hún var 400 sjómílur suður af Hvarfi, og sögðust þeir óttast um öryggi sitt.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði þegar samband við við Björgunarmiðstöðina í Halifax, sem beindi nærstöddum skipum í átt að skútunni en næsta skip var þá í 160 sjómílna fjarlægð og stórsjó. Hercules leitar og björgunarvél frá kanadísku strandgæslunni var líka send á vettvang og sveimaði yfir skútunni fram eftir morgni, eða þar til belgíska flutningaskipið fór að nálgast skútuna.

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður  tókst skipverjunum að ná bátsverjunum um borð rétt fyrir klukkan ellefu í morgun, ósködduðum að því best er vitað, en ekki var viðlit að bjarga skútunni en hún er nú á reki. Það ræðst innan tíðar hvort siglt verður með skipbrotsmennina til Íslands eða Kanada




Fleiri fréttir

Sjá meira


×