Innlent

WikiLeaks og DataCell krefja Valitor um 9 milljarða

Í apríl staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Valitor væri óheimilt að loka fyrir greiðslur.
Í apríl staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Valitor væri óheimilt að loka fyrir greiðslur.
Sunshine Press Productions, rekstarfélag fyrirtækjanna  WikiLeaks og DataCell hefur krafið Valitor um rúma níu milljarða í skaðabætur fyrir að hafa lokað á greiðslur til WikiLeaks. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Í apríl staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Valitor væri óheimilt að loka fyrir greiðslur. Greiðslugáttin var í kjölfarið opnuð á ný en rekstarfélagið telur WikiLeaks og DataCell hafa orðið fyrir miklu tjóni. Því fara fyrirtækin fram á skaðabætur vegna tapaðra framlaga, tapaðrar þróunar Datacell, taps á rekstri DataCell ásamt vaxtabótum. 

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir kröfuna óréttmæta og telur að WikiLeaks hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna greiðslulokunarinnar. Leiðir fyrir fjárframlög hafi staðið opnar þrátt fyrir lokunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×