Líkir Hannesi við mykjudreifara Jóhannes Stefánsson skrifar 30. júní 2013 11:50 Háskólaprófessorinn sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir samstarfsmanni sínum. GVA/Valli Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fer mikinn í nýju bloggi sínu þar sem hann gerir lítið úr Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessori og samstarfsmanni sínum, og kallar hann meðal annars "mykjudreifara" og "vúdu-skáld." Prófessorarnir hafa um langt skeið átt í ritdeilum þar sem þeir takast á um þjóðmál, hagfræði og stjórnmál. Stefán Ólafsson er ekki spar á stóru orðin í nýjasta blogginu sem birtist á Eyjunni og liggur Hannesi á hálsi fyrir að hafa ekkert gagn gert í samfélaginu auk þess að vera mykjudreifari og vúdú-skáld. „Í fyrrasumar hlutu mykjudreifari frjálshyggjunnar (AMX-vefurinn) og vúdú-skáldið Hannes Hólmsteinn frelsisverðlaun Kjartans sameiginlega, fyrir framlag sitt á liðnum árum. Það var snjallt, enda mykjudreifarinn og Hannes eitt og sama fyrirbærið!" Segir í bloggi Stefáns.Hommar og lesbíur gert gagn en ekki frjálshyggjumenn Hannes Hólmsteinn er ekki sá eini sem Stefán fer ófögrum orðum um í blogginu. Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Eykons Energy, sem hefur fengið leyfi til olíuvinnslu á Drekasvæðinu, verður líka fyrir barðinu á háskólaprófessornum. Stefán segir Gunnlaug enga reynslu hafa af því að bora eftir olíu og að hann muni líkast til beita vúdú-hagfræði við útreikning á arðsemi af olíuleitinni. Þá segir hann Gunnlaug hafa gert tilraun til að breyta frjálshyggjunni í hippahreyfingu. Þar vísar Stefán til bókar Gunnlaugs Jónssonar, Ábyrgðarkver, þar sem hann færir rök fyrir því að bankar hafi fyrir hrun getað farið með fé annarra án þess að eigendur þeirra þyrftu að bera ábyrgð á því sem illa færi vegna ríkisábyrgðar. Stefán segir Gunnlaug einnig hafa hannað nýtt merki fyrir Frjálshyggjufélagið á Íslandi til að reyna að mýkja ímynd þess. Stefáni er einnig tíðrætt um frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar, sem Gunnlaugur og Samtökin 78' hlutu í ár. Um það segir Stefán: „Samtökin 78 hlutu einnig frelsisverðlaun frá Kjartani Gunnarssyni að þessu sinni. Það hefur sennilega verið gert til að ljá verðlaununum meiri vikt og virðingu, enda hafa hommar og lesbíur gert alvöru gagn í samfélaginu – ólíkt frjálshyggjumönnum." Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fer mikinn í nýju bloggi sínu þar sem hann gerir lítið úr Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessori og samstarfsmanni sínum, og kallar hann meðal annars "mykjudreifara" og "vúdu-skáld." Prófessorarnir hafa um langt skeið átt í ritdeilum þar sem þeir takast á um þjóðmál, hagfræði og stjórnmál. Stefán Ólafsson er ekki spar á stóru orðin í nýjasta blogginu sem birtist á Eyjunni og liggur Hannesi á hálsi fyrir að hafa ekkert gagn gert í samfélaginu auk þess að vera mykjudreifari og vúdú-skáld. „Í fyrrasumar hlutu mykjudreifari frjálshyggjunnar (AMX-vefurinn) og vúdú-skáldið Hannes Hólmsteinn frelsisverðlaun Kjartans sameiginlega, fyrir framlag sitt á liðnum árum. Það var snjallt, enda mykjudreifarinn og Hannes eitt og sama fyrirbærið!" Segir í bloggi Stefáns.Hommar og lesbíur gert gagn en ekki frjálshyggjumenn Hannes Hólmsteinn er ekki sá eini sem Stefán fer ófögrum orðum um í blogginu. Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Eykons Energy, sem hefur fengið leyfi til olíuvinnslu á Drekasvæðinu, verður líka fyrir barðinu á háskólaprófessornum. Stefán segir Gunnlaug enga reynslu hafa af því að bora eftir olíu og að hann muni líkast til beita vúdú-hagfræði við útreikning á arðsemi af olíuleitinni. Þá segir hann Gunnlaug hafa gert tilraun til að breyta frjálshyggjunni í hippahreyfingu. Þar vísar Stefán til bókar Gunnlaugs Jónssonar, Ábyrgðarkver, þar sem hann færir rök fyrir því að bankar hafi fyrir hrun getað farið með fé annarra án þess að eigendur þeirra þyrftu að bera ábyrgð á því sem illa færi vegna ríkisábyrgðar. Stefán segir Gunnlaug einnig hafa hannað nýtt merki fyrir Frjálshyggjufélagið á Íslandi til að reyna að mýkja ímynd þess. Stefáni er einnig tíðrætt um frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar, sem Gunnlaugur og Samtökin 78' hlutu í ár. Um það segir Stefán: „Samtökin 78 hlutu einnig frelsisverðlaun frá Kjartani Gunnarssyni að þessu sinni. Það hefur sennilega verið gert til að ljá verðlaununum meiri vikt og virðingu, enda hafa hommar og lesbíur gert alvöru gagn í samfélaginu – ólíkt frjálshyggjumönnum."
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira