Lífið

Tilda Swinton valdi fjórar myndir fyrir All Tomorrow's Parties

Sara McMahon skrifar
Leikkonan Tilda Swinton verður viðstödd tónlistarhátíðina All Tommorow's Parties sem fram fer á Ásbrú um helgina. Swinton óskaði sérstaklega eftir því að fá að velja kvikmyndir sem sýndar verða í gamla herstöðvarkvikmyndahúsinu á laugardag.

Kvikmyndirnar sem Swinton hyggst sýna hátíðargestum eru I Know Where I’m Going! frá árinu 1945, teiknimyndin My Neighbour Totoro frá 1988 í leikstjórn Hayao Miyazaki, The Night Of The Hunter eftir leikstjórann Charles Laughton og loks kvikmyndin To Be Or Not To Be frá árinu 1942.

Leikstjórinn Jim Jarmusch velur kvikmyndirnar sem sýndar verða á föstudeginum. Meðal þeirra kvikmynda er fransk/ítalska framtíðarmyndin The 10th Victim frá árinu 1965.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×