Nýtt glæsihýsi fyrir verknám rís á Selfossi Tinni Sveinsson skrifar 19. júní 2013 16:00 Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist snemma á næsta ári. Mynd/T.ark T.ark - Teiknistofan Arkitektar hlaut á föstudag fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um stækkun á verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist snemma árs 2014 og þeim verði lokið um áramótin 2014-15. Rúmt ár er síðan mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög sem eiga aðild að Fjölbrautarskóla Suðurlands gerðu með sér samning um að reisa myndarlega viðbyggingu til að bæta verknámsaðstöðu skólans. Ákveðið var að bjóða til opinnar samkeppni um hönnunina í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og var hún auglýst á EES-svæðinu. Alls bárust 25 tillögur. Dómnefndin leitaði einkum eftir snjöllum hugmyndum sem leystu viðfangsefnið á heildstæðan hátt með vandaðri og góðri byggingarlist.FSu er þróttmikill framhaldsskóli sem markað hefur sér skýra framtíðarsýn um fjölbreytt og metnaðarfullt skólastarf, segir í tilkynningu en verkgreinakennsla fær að njóta sín í nýja húsinu.Mynd/T.ark„Formið er tímalaust og burðarvirki er augljóst og um leið fræðandi og spennandi. Heildaryfirbragð er gott og er Hamar á sannfærandi hátt órjúfanlegur hluti af heildarásýnd. Guli liturinn hefur beina skírskotun til Odda og dagsbirtunotkun er góð,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar um tillögu T.ark. Í hönnunarhópi stofunnar eru Ásgeir Ásgeirsson, Ásmundur H. Sturluson, Halldór Eiríksson, Hlín Finnsdóttir og Michael Blikdal Erichsen. Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. hlutu önnur verðlaun og þriðju verðlaun hlaut Arkitektastofan OG ehf. Allar tillögurnar verða til sýnis í skólanum til mánaðarmóta.Nýja húsið er rétt við aðalhús Fjölbrautarskóla Suðurlands og er sami guli litur ráðandi í þeim báðum. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
T.ark - Teiknistofan Arkitektar hlaut á föstudag fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um stækkun á verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist snemma árs 2014 og þeim verði lokið um áramótin 2014-15. Rúmt ár er síðan mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög sem eiga aðild að Fjölbrautarskóla Suðurlands gerðu með sér samning um að reisa myndarlega viðbyggingu til að bæta verknámsaðstöðu skólans. Ákveðið var að bjóða til opinnar samkeppni um hönnunina í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og var hún auglýst á EES-svæðinu. Alls bárust 25 tillögur. Dómnefndin leitaði einkum eftir snjöllum hugmyndum sem leystu viðfangsefnið á heildstæðan hátt með vandaðri og góðri byggingarlist.FSu er þróttmikill framhaldsskóli sem markað hefur sér skýra framtíðarsýn um fjölbreytt og metnaðarfullt skólastarf, segir í tilkynningu en verkgreinakennsla fær að njóta sín í nýja húsinu.Mynd/T.ark„Formið er tímalaust og burðarvirki er augljóst og um leið fræðandi og spennandi. Heildaryfirbragð er gott og er Hamar á sannfærandi hátt órjúfanlegur hluti af heildarásýnd. Guli liturinn hefur beina skírskotun til Odda og dagsbirtunotkun er góð,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar um tillögu T.ark. Í hönnunarhópi stofunnar eru Ásgeir Ásgeirsson, Ásmundur H. Sturluson, Halldór Eiríksson, Hlín Finnsdóttir og Michael Blikdal Erichsen. Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. hlutu önnur verðlaun og þriðju verðlaun hlaut Arkitektastofan OG ehf. Allar tillögurnar verða til sýnis í skólanum til mánaðarmóta.Nýja húsið er rétt við aðalhús Fjölbrautarskóla Suðurlands og er sami guli litur ráðandi í þeim báðum.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira