Nýtt glæsihýsi fyrir verknám rís á Selfossi Tinni Sveinsson skrifar 19. júní 2013 16:00 Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist snemma á næsta ári. Mynd/T.ark T.ark - Teiknistofan Arkitektar hlaut á föstudag fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um stækkun á verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist snemma árs 2014 og þeim verði lokið um áramótin 2014-15. Rúmt ár er síðan mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög sem eiga aðild að Fjölbrautarskóla Suðurlands gerðu með sér samning um að reisa myndarlega viðbyggingu til að bæta verknámsaðstöðu skólans. Ákveðið var að bjóða til opinnar samkeppni um hönnunina í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og var hún auglýst á EES-svæðinu. Alls bárust 25 tillögur. Dómnefndin leitaði einkum eftir snjöllum hugmyndum sem leystu viðfangsefnið á heildstæðan hátt með vandaðri og góðri byggingarlist.FSu er þróttmikill framhaldsskóli sem markað hefur sér skýra framtíðarsýn um fjölbreytt og metnaðarfullt skólastarf, segir í tilkynningu en verkgreinakennsla fær að njóta sín í nýja húsinu.Mynd/T.ark„Formið er tímalaust og burðarvirki er augljóst og um leið fræðandi og spennandi. Heildaryfirbragð er gott og er Hamar á sannfærandi hátt órjúfanlegur hluti af heildarásýnd. Guli liturinn hefur beina skírskotun til Odda og dagsbirtunotkun er góð,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar um tillögu T.ark. Í hönnunarhópi stofunnar eru Ásgeir Ásgeirsson, Ásmundur H. Sturluson, Halldór Eiríksson, Hlín Finnsdóttir og Michael Blikdal Erichsen. Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. hlutu önnur verðlaun og þriðju verðlaun hlaut Arkitektastofan OG ehf. Allar tillögurnar verða til sýnis í skólanum til mánaðarmóta.Nýja húsið er rétt við aðalhús Fjölbrautarskóla Suðurlands og er sami guli litur ráðandi í þeim báðum. Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
T.ark - Teiknistofan Arkitektar hlaut á föstudag fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um stækkun á verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist snemma árs 2014 og þeim verði lokið um áramótin 2014-15. Rúmt ár er síðan mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög sem eiga aðild að Fjölbrautarskóla Suðurlands gerðu með sér samning um að reisa myndarlega viðbyggingu til að bæta verknámsaðstöðu skólans. Ákveðið var að bjóða til opinnar samkeppni um hönnunina í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og var hún auglýst á EES-svæðinu. Alls bárust 25 tillögur. Dómnefndin leitaði einkum eftir snjöllum hugmyndum sem leystu viðfangsefnið á heildstæðan hátt með vandaðri og góðri byggingarlist.FSu er þróttmikill framhaldsskóli sem markað hefur sér skýra framtíðarsýn um fjölbreytt og metnaðarfullt skólastarf, segir í tilkynningu en verkgreinakennsla fær að njóta sín í nýja húsinu.Mynd/T.ark„Formið er tímalaust og burðarvirki er augljóst og um leið fræðandi og spennandi. Heildaryfirbragð er gott og er Hamar á sannfærandi hátt órjúfanlegur hluti af heildarásýnd. Guli liturinn hefur beina skírskotun til Odda og dagsbirtunotkun er góð,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar um tillögu T.ark. Í hönnunarhópi stofunnar eru Ásgeir Ásgeirsson, Ásmundur H. Sturluson, Halldór Eiríksson, Hlín Finnsdóttir og Michael Blikdal Erichsen. Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. hlutu önnur verðlaun og þriðju verðlaun hlaut Arkitektastofan OG ehf. Allar tillögurnar verða til sýnis í skólanum til mánaðarmóta.Nýja húsið er rétt við aðalhús Fjölbrautarskóla Suðurlands og er sami guli litur ráðandi í þeim báðum.
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira