Miðasala á Frank Ocean fer vel af stað Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. maí 2013 16:54 Tónlistarmaðurinn Frank Ocean nýtur mikilla vinsælda þessa dagana. Hann stígur á stokk í Laugardalshöll 19. júlí næstkomandi. MYND/GETTY Áhugi fyrir tónleikum tónlistarmannsins Frank Ocean þann 16. júlí virðist vera gífurlegur. Óhætt er að segja að miðasalan fari vel af stað, en fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að 3000 miðar væru seldir af þeim 5.5000 sem í boði eru. Nú eru innan við 1000 miðar eftir. Ísleifur B. Þórhallson, markaðsstjóri hjá Senu, býst jafnvel við að það seljist upp á tónleikana í kvöld. Hann mælir því með að áhugasamir næli sér í miða sem fyrst, þar sem aukatónleikar eru ekki möguleiki fyrir þennan upptekna tónlistarmann. Frank Ocean er á mikilli uppleið í tónlistarheiminum þessa stundina. Í fyrra kom út hans fyrsta sólóplata, Channel Orange, sem sló í gegn um allan heim. Tónlistarmaðurinn hlaut fjölda virtra verðlauna fyrir plötuna, meðal annars tvenn Grammy–verðlaun. Það má því segja að Frank Ocean sé einn heitasti listamaður samtímans, en hann er einnig þekktur fyrir að tala opinskátt um kynhneigð sína. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Áhugi fyrir tónleikum tónlistarmannsins Frank Ocean þann 16. júlí virðist vera gífurlegur. Óhætt er að segja að miðasalan fari vel af stað, en fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að 3000 miðar væru seldir af þeim 5.5000 sem í boði eru. Nú eru innan við 1000 miðar eftir. Ísleifur B. Þórhallson, markaðsstjóri hjá Senu, býst jafnvel við að það seljist upp á tónleikana í kvöld. Hann mælir því með að áhugasamir næli sér í miða sem fyrst, þar sem aukatónleikar eru ekki möguleiki fyrir þennan upptekna tónlistarmann. Frank Ocean er á mikilli uppleið í tónlistarheiminum þessa stundina. Í fyrra kom út hans fyrsta sólóplata, Channel Orange, sem sló í gegn um allan heim. Tónlistarmaðurinn hlaut fjölda virtra verðlauna fyrir plötuna, meðal annars tvenn Grammy–verðlaun. Það má því segja að Frank Ocean sé einn heitasti listamaður samtímans, en hann er einnig þekktur fyrir að tala opinskátt um kynhneigð sína.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira