Innlent

Neitaði að taka við gildum seðli

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Nýr og endurbættur þúsund króna seðill með nýjum öryggisatriðum var settur í umferð árið 2004.
Nýr og endurbættur þúsund króna seðill með nýjum öryggisatriðum var settur í umferð árið 2004.
Afgreiðslustúlka í Krónunni við Bíldshöfða neitaði síðastliðinn laugardag að taka við þúsund króna seðli sem er í fullu gildi.

Afgreiðslustúlkan kallaði á samstarfsmann og tilkynnti síðan viðskiptavininum að ekki væri hægt að taka við seðlinum þar sem á hann vantaði silfurlitaða málmþynnu. Aðspurð taldi afgreiðslustúlkan að um falsaðan seðil væri að ræða.

Um var að ræða gamlan þúsund króna seðil sem fyrst var settur í umferð 1984 og er enn í fullu gildi samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Nýr og endurbættur seðill með nýjum öryggisatriðum var settur í umferð árið 2004.

„Fyrst eftir breytingarnar birtum við með skýrum hætti öryggisatriði beggja seðla en nú er látið nægja að undirstrika að öryggisatriðin gildi fyrir þennan nýja og breytta seðil. Það er mjög lítið eftir af gamla þúsund króna seðlinum í umferð,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×