Alþjóðadagur gegn hómó – og transfóbíu er í dag Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. maí 2013 16:48 Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakana 78, og Katrín Jakobsdóttir flögguðu regnbogaflaggi við Hörpu í dag. MYND/Samtökin 78 Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hómó, tvíkynhneigðar -og transfóbíu. Þann sautjánda maí 1990 tók Alþjóða heilbrigðismálastofnunin samkynhneigð af lista yfir geðsjúkdóma. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakana 78, segir vel við hæfi að halda upp á baráttuna gegn fordómum þennan dag. „Við erum búin að flagga regnbogaflagginu, merki hinsegin fólks, hér og þar um landið. Margir menntaskólar og sveitafélög lögðu sitt af mörkum og Hafnarfjörður keypti til dæmis sex fána af okkur.“ Ísland í tíunda sæti Í dag birtu evrópusamtök hinsegin fólks Regnbogakortið, ársyfirlit og úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Skjölin draga upp heildarmynd af stöðu hinsegin fólks í 49 löndum og stig gefin á skalanum 1-100%. Ísland er í tíunda sæti á kortinu í ár með 57 stig af 100 og færir sig upp um eitt sæti síðan í fyrra. Íslendingar eru eftirbátar granna sinna á Norðurlöndunum, að Finnum undanskildum. Bretland trónir á toppi listans með 77 stig en Rússland situr í botnsætinu með aðeins 7. Yfirgnæfandi meirihluti ríkja fær falleinkunn og ljóst er að margir búa við ótta um ofbeldi í heimalöndum sínum. Stefnumótun stjórnvalda í þessum málum óbótavant „Við þurfum að setja meiri vinnu í löggjöf og stefnumótum stjórnvalda. Íslendingar eru ekki með mannréttindastofnun til að hafa þessi mál á sinni könnu og mikið vantar upp á heildstæðari nálgun. Við eigum enn langt í land þó að bætur hafi orðið hvað varðar ein hjúskaparlög og fleira“, segir Anna Pála. Hún horfir þó bjartsýn fram á veginn „Ég legg til að á þessum degi horfumst við öll í augu við okkar eigin fordóma og að hver og einn leggi sitt af mörkum til að virða fjölbreytileika mannlífsins.“ Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hómó, tvíkynhneigðar -og transfóbíu. Þann sautjánda maí 1990 tók Alþjóða heilbrigðismálastofnunin samkynhneigð af lista yfir geðsjúkdóma. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakana 78, segir vel við hæfi að halda upp á baráttuna gegn fordómum þennan dag. „Við erum búin að flagga regnbogaflagginu, merki hinsegin fólks, hér og þar um landið. Margir menntaskólar og sveitafélög lögðu sitt af mörkum og Hafnarfjörður keypti til dæmis sex fána af okkur.“ Ísland í tíunda sæti Í dag birtu evrópusamtök hinsegin fólks Regnbogakortið, ársyfirlit og úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Skjölin draga upp heildarmynd af stöðu hinsegin fólks í 49 löndum og stig gefin á skalanum 1-100%. Ísland er í tíunda sæti á kortinu í ár með 57 stig af 100 og færir sig upp um eitt sæti síðan í fyrra. Íslendingar eru eftirbátar granna sinna á Norðurlöndunum, að Finnum undanskildum. Bretland trónir á toppi listans með 77 stig en Rússland situr í botnsætinu með aðeins 7. Yfirgnæfandi meirihluti ríkja fær falleinkunn og ljóst er að margir búa við ótta um ofbeldi í heimalöndum sínum. Stefnumótun stjórnvalda í þessum málum óbótavant „Við þurfum að setja meiri vinnu í löggjöf og stefnumótum stjórnvalda. Íslendingar eru ekki með mannréttindastofnun til að hafa þessi mál á sinni könnu og mikið vantar upp á heildstæðari nálgun. Við eigum enn langt í land þó að bætur hafi orðið hvað varðar ein hjúskaparlög og fleira“, segir Anna Pála. Hún horfir þó bjartsýn fram á veginn „Ég legg til að á þessum degi horfumst við öll í augu við okkar eigin fordóma og að hver og einn leggi sitt af mörkum til að virða fjölbreytileika mannlífsins.“
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira