Alþjóðadagur gegn hómó – og transfóbíu er í dag Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. maí 2013 16:48 Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakana 78, og Katrín Jakobsdóttir flögguðu regnbogaflaggi við Hörpu í dag. MYND/Samtökin 78 Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hómó, tvíkynhneigðar -og transfóbíu. Þann sautjánda maí 1990 tók Alþjóða heilbrigðismálastofnunin samkynhneigð af lista yfir geðsjúkdóma. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakana 78, segir vel við hæfi að halda upp á baráttuna gegn fordómum þennan dag. „Við erum búin að flagga regnbogaflagginu, merki hinsegin fólks, hér og þar um landið. Margir menntaskólar og sveitafélög lögðu sitt af mörkum og Hafnarfjörður keypti til dæmis sex fána af okkur.“ Ísland í tíunda sæti Í dag birtu evrópusamtök hinsegin fólks Regnbogakortið, ársyfirlit og úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Skjölin draga upp heildarmynd af stöðu hinsegin fólks í 49 löndum og stig gefin á skalanum 1-100%. Ísland er í tíunda sæti á kortinu í ár með 57 stig af 100 og færir sig upp um eitt sæti síðan í fyrra. Íslendingar eru eftirbátar granna sinna á Norðurlöndunum, að Finnum undanskildum. Bretland trónir á toppi listans með 77 stig en Rússland situr í botnsætinu með aðeins 7. Yfirgnæfandi meirihluti ríkja fær falleinkunn og ljóst er að margir búa við ótta um ofbeldi í heimalöndum sínum. Stefnumótun stjórnvalda í þessum málum óbótavant „Við þurfum að setja meiri vinnu í löggjöf og stefnumótum stjórnvalda. Íslendingar eru ekki með mannréttindastofnun til að hafa þessi mál á sinni könnu og mikið vantar upp á heildstæðari nálgun. Við eigum enn langt í land þó að bætur hafi orðið hvað varðar ein hjúskaparlög og fleira“, segir Anna Pála. Hún horfir þó bjartsýn fram á veginn „Ég legg til að á þessum degi horfumst við öll í augu við okkar eigin fordóma og að hver og einn leggi sitt af mörkum til að virða fjölbreytileika mannlífsins.“ Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hómó, tvíkynhneigðar -og transfóbíu. Þann sautjánda maí 1990 tók Alþjóða heilbrigðismálastofnunin samkynhneigð af lista yfir geðsjúkdóma. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakana 78, segir vel við hæfi að halda upp á baráttuna gegn fordómum þennan dag. „Við erum búin að flagga regnbogaflagginu, merki hinsegin fólks, hér og þar um landið. Margir menntaskólar og sveitafélög lögðu sitt af mörkum og Hafnarfjörður keypti til dæmis sex fána af okkur.“ Ísland í tíunda sæti Í dag birtu evrópusamtök hinsegin fólks Regnbogakortið, ársyfirlit og úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Skjölin draga upp heildarmynd af stöðu hinsegin fólks í 49 löndum og stig gefin á skalanum 1-100%. Ísland er í tíunda sæti á kortinu í ár með 57 stig af 100 og færir sig upp um eitt sæti síðan í fyrra. Íslendingar eru eftirbátar granna sinna á Norðurlöndunum, að Finnum undanskildum. Bretland trónir á toppi listans með 77 stig en Rússland situr í botnsætinu með aðeins 7. Yfirgnæfandi meirihluti ríkja fær falleinkunn og ljóst er að margir búa við ótta um ofbeldi í heimalöndum sínum. Stefnumótun stjórnvalda í þessum málum óbótavant „Við þurfum að setja meiri vinnu í löggjöf og stefnumótum stjórnvalda. Íslendingar eru ekki með mannréttindastofnun til að hafa þessi mál á sinni könnu og mikið vantar upp á heildstæðari nálgun. Við eigum enn langt í land þó að bætur hafi orðið hvað varðar ein hjúskaparlög og fleira“, segir Anna Pála. Hún horfir þó bjartsýn fram á veginn „Ég legg til að á þessum degi horfumst við öll í augu við okkar eigin fordóma og að hver og einn leggi sitt af mörkum til að virða fjölbreytileika mannlífsins.“
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira