Innlent

Fyrstir til að semja tónlistina í Simpsons

Svona líta þeir Jónsi, Orri Páll og Georg út í Simpsons-þættinum
Svona líta þeir Jónsi, Orri Páll og Georg út í Simpsons-þættinum heimasíða sigur rósar
Íslenska hljómsveitin Sigur Rós er fyrsta hljómsveitin í sögu Simpsons-þáttanna sem semur tónlist sérstaklega fyrir þáttinn. Sveitinni bregður fyrir í lokaþætti 24. þáttaraðarinnar sem verður sýnd vestanhafs 19. maí næstkomandi, og á Stöð 2 daginn eftir.

Ísland er í stóru hlutverki í þættinum. Þátturinn nefnist "The Saga of Carl Carlsson", og segir frá því þegar þeir Homer, Lenny, Carl og barþjónninn Moe hreppa stóran vinning í happdrætti, en Carl stingur af með vinninginn til Íslands.

Á heimasíðu Sigurrósar er haft eftir Matt Groening, höfundi Simpsons-fjölskyldunnar, að hann hafi verið aðdáandi sveitarinnar lengi og hann væri stoltur af því að nota tónlist sveitarinnar í þættinum.

Á vefsíðunni er einnig birt mynd af meðlimum sveitarinnar eins og þeim bregður fyrir í þættinum. Eins og fyrr segir semur Sigur Rós alla tónlistina í þættinum, meðal annars vinsæla upphafslagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×