Innlent

Tugir eftirskjálfta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Reykjanes.
Reykjanes. Mynd/ Getty.
Á sjötta tug eftirskjálfta hafa orðið á Reykjaneshryggnum frá því að skjálfti sem mældist 4,1 varð þar laust fyrir klukkan ellefu í morgun.

Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag átti stóri skjálftinn upptök um 16 kílómetrum norðvestur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg, eða um 67 kílómetrum suðvestur af Reykjanesi.

Stóri jarðskjáltinn fannst á Reykjanesi og einnig í Reykjavík, en hann er hluti af jarðskjálftahrinu sem hófst í gærkvöld. Veðurstofan segir að jarðskjálftar séu algengir á Reykjaneshryggnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×