Innlent

Skuldamál heimilanna mikilvægasta kosningamálið

Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra, telur hugmynd Framsóknar, um að nýta svigrúm í samningum við kröfuhafa gömlu bankana, til að lækka skuldir heimilanna raunhæfa. Hins vegar sé féð ekki í hendi og því óráðlegt að lofa slíku.

Við bárum meðal annars hugmynd Framsóknar undir Gylfa Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands - en hann sat sem ráðherra, eins og kunnugt er sem efnahags- og viðskiptaráðherra í hálft annað ár eftir hrun.

„Þetta er óneitanlega mjög róttæk hugmynd, eitthvað svipað og var gert á eftistríðsárum. Meðal ananrs í Þýskalandi," segir Gylfi. Hann segir þó að Ísland sé alls ekki í jafn erfiðri stöðu og Þjóðverjar voru þá.

Framsókn hefur verið gagnrýnd fyrir það að allsendis óvíst er hvenær takist að ljúka samningum við kröfuhafa gömlu bankana og niðurstaða því ekki í sjónmáli. Gylfi varar við því að menn fari að deila út verðmætum sem ekki séu í hendi.

Bæði Dögun og Lýðræðisvaktin hafa minnst á að leggja hvalrekaskatt - til að sækja fé frá bönkunum - sem hafa hagnast um rúmlega 200 milljarða frá hruni. Við bárum skattinn undir hæstaréttarlögmann.

Ef þú smellir á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ getur þú séð ítarlega umfjöllun um verðtrygginguna sem unnin var fyrir þáttinn Stóru málin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×