27 þúsund styðja níu framboð - þau ná samt engum manni inn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. apríl 2013 18:33 Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda. Nærri helmingur þessara atkvæða skilar engum þingmanni. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt henni fengi Framsóknarflokkurinn tæp 26% atkvæða ef kosið yrði nú sem er heldur minna en í síðustu könnun. Í henni mældist fylgi flokksins um 30%. Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæp 24% atkvæða ef að kosið yrði nú. Samfylkingin fengi 13,3% atkvæða. Vinstri-græn 10,4% en fylgi þeirra eykst frá síðustu könnun. Tvö nýju framboðanna næðu mönnum inn á þing ef kosið yrði nú. Björt framtíð fengi 8,1% atkvæða en Píratar 6,3%. Nýju framboðin ellefu, þeirra á meðal Björt framtíð og Pírtar, njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samanlagt samkvæmt könnuninni. Nýju framboðin fengju samtals 25,9% atkvæða ef að kosið yrði nú. Það þýðir að tæplega 62 þúsund kjósendur ætla að kjósa eitt þessara 11 framboða miðað við að allir kjósendur á kjörskrá greiði atkvæði í kosningunum. Þau 9 framboð sem ná ekki manni inn á þing njóta um 11% fylgis og fengju þannig um 27 þúsund atkvæði miðað við alla á kjörskrá ef að kosið yrði nú en engan þingmann. Úrtakið í þessari könnun var 1390 manns og svarhlutfallið 71,9%. „Ef við miðum frá því að, við það að hlutfallskosningar voru teknar upp 1959, þá hefur nú sennilega aldrei gerst að svona stór hluti atkvæða hafi falli niður dauður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir þetta þýða að til að mynda meirihluta þá þurfi minna fylgi. „Þannig það má alveg gera ráð fyrir þess vegna að Sjálfstæðisflokkur til dæmis og Framsóknarflokkur, ef þeir myndu mynda stjórn, að þeim myndi duga töluvert undir 50% atkvæða til að ná hreinum og jafnvel töluvert traustum meirihluta á Alþingi.“ Kosningar 2013 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda. Nærri helmingur þessara atkvæða skilar engum þingmanni. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt henni fengi Framsóknarflokkurinn tæp 26% atkvæða ef kosið yrði nú sem er heldur minna en í síðustu könnun. Í henni mældist fylgi flokksins um 30%. Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæp 24% atkvæða ef að kosið yrði nú. Samfylkingin fengi 13,3% atkvæða. Vinstri-græn 10,4% en fylgi þeirra eykst frá síðustu könnun. Tvö nýju framboðanna næðu mönnum inn á þing ef kosið yrði nú. Björt framtíð fengi 8,1% atkvæða en Píratar 6,3%. Nýju framboðin ellefu, þeirra á meðal Björt framtíð og Pírtar, njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samanlagt samkvæmt könnuninni. Nýju framboðin fengju samtals 25,9% atkvæða ef að kosið yrði nú. Það þýðir að tæplega 62 þúsund kjósendur ætla að kjósa eitt þessara 11 framboða miðað við að allir kjósendur á kjörskrá greiði atkvæði í kosningunum. Þau 9 framboð sem ná ekki manni inn á þing njóta um 11% fylgis og fengju þannig um 27 þúsund atkvæði miðað við alla á kjörskrá ef að kosið yrði nú en engan þingmann. Úrtakið í þessari könnun var 1390 manns og svarhlutfallið 71,9%. „Ef við miðum frá því að, við það að hlutfallskosningar voru teknar upp 1959, þá hefur nú sennilega aldrei gerst að svona stór hluti atkvæða hafi falli niður dauður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir þetta þýða að til að mynda meirihluta þá þurfi minna fylgi. „Þannig það má alveg gera ráð fyrir þess vegna að Sjálfstæðisflokkur til dæmis og Framsóknarflokkur, ef þeir myndu mynda stjórn, að þeim myndi duga töluvert undir 50% atkvæða til að ná hreinum og jafnvel töluvert traustum meirihluta á Alþingi.“
Kosningar 2013 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira