Innlent

Segir bara tvo möguleika á stjórnarmyndun miðað við kannanir

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að Forseti Íslands kalli formenn flokkana á sinn fund á morgun eða hinn og að ný ríkisstjórn verði mynduð fljótlega eftir kosningar.

„Í raun og veru eru bara tveir möguleikar á stjórnarmyndun miðað við þær kannanir sem við höfum séð. Það er ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, eða Framsóknarflokks, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Það sem gerist er að forsetinn hann talar við formenn flokkana og metur það síðan hver sé líklegastur til að mynda stjórn og sá sem hann telur að það gildi um fær umboð til stjórnamyndunar, og þá hefjast þær formlega. Þetta gerist bara mjög fljótlega að loknum kosningum, sunnudag eða mánudag

Og ákvörðun forsetans um að að veita formanni flokks stjórnarmyndunarumboð getur ráðist af ýmsum þáttum segir Gunnar Helgi.

„Ekki bara því hver hefur unnið mesta sigurinn eða er í stærsta flokknum, heldur hversu sterka samningsstöðu þeir hafa. Það styrkir samningsstöðu Framsóknar umfram Sjálfstæðisflokks að hann á möguleika að mynda fleiri en eina tegund af stjórn.“

En hvenær býst Gunnar Helgi við að ný ríkisstjórn verði mynduð?

„Það þarf að mynda stjórnarsáttmála og taka ákvarðanir um skiptingu ráðuneyta, sem getur tekið viku, tíu daga, en þær hafa tekið lengri tíma á Íslandi. Alveg upp í mánuð, en frá árinu 1991 hefur þetta nú oftast tekið stuttan tíma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×