Innlent

Stemning á troðfullri kosningaskrifstofu

Sigmundur Davíð kaus á Egilsstöðum í dag.
Sigmundur Davíð kaus á Egilsstöðum í dag. Mynd/Sigurður Ingólfsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, kaus á Egilsstöðum í morgun og segist bjartsýnn í samtali við Reykjavík síðdegis.

„Það skiptir máli að fá nógu mikið fylgi til að geta haft áhrif á framhaldið en hér er stemning og troðfull kosningaskrifstofa. Dagurinn lítur bara vel út.“

Sigmundur vísar því á bug að kosningaloforð flokksins séu óframkvæmanleg.

„Sem betur fer hefur umræðan þróast frá því. Mér heyrist allir vera farnir að viðurkenna að þetta þurfi að gerast. Að það þurfi að vera eftir þetta svigrúm. Umræðan snýst núna um það hvort réttlætanlegt að nota þetta í þágu heimilanna. Heimilin eiga réttmæta kröfu á þessi þrotabú nú þegar kemur að því að gera þau upp. En það þýðir ekki að það sé ekki hægt að huga að öðru líka.“

Viðtalið í heild sinni er aðgengilegt í spilaranum efst í fréttinni.

Sigmundur var kátur í símanum og útilokaði ekki söng og harmonikkuleik.Mynd/Sigurður Ingólfsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×