Innlent

Bjarni mætir fyrstur til forsetans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, byrjar að hitta stjórnmálaleiðtogana klukkan ellefu.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, byrjar að hitta stjórnmálaleiðtogana klukkan ellefu.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun taka á móti Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins á Bessastöðum klukkan ellefu.

Bjarni verður fyrsti stjórnmálaleiðtoginn til að mæta en Sigmundur Davíð mun svo mæta klukkan hálfeitt. Svo munu stjórnmálaleiðtogarnir hitta forsetann einn af öðrum og Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, mætir síðust klukkan sex.

Formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu fá einn og hálfan klukkutíma með forsetanum en formenn annarra flokka fá klukkutíma.

Í skjali hér að neðan getur þú séð hvenær stjórnmálaleiðtogarnir mæta á fund forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×