Flokkarnir vilja lækka tryggingagjaldið sem hefur skilað millljörðum í kassann Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 14. apríl 2013 18:56 Tryggingagjaldið, sem skilað hefur tugum milljarða króna í ríkissjóð - verður lækkað eftir kosningar, ef marka má loforð flokkanna. Nær öll framboð vilja lækka gjaldið. Sjálfstæðisflokkur og Hægri grænir eru meðal fárra sem vilja lækka bensínskatta og afnema þrepaskiptan tekjuskatt á launþega. Hægri flokkarnir skera sig úr - þegar kemur að loforðum um skattalækkanir. Vinstri stjórnin sem nú situr, þrepaskipti tekjuskattinum á kjörtímabilinu - þannig að fólk með minna en rúmar 240 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rösk 37% í staðgreiðslu - liðlega 40% af launum upp að 740 þúsund - en rúm 46% af tekjum þar yfir. Fréttastofa spurði alla flokka - Vill flokkurinn afnema þrepaskipta tekjuskattinn? Sjálfstæðisflokkur segir já, Sturla Jónsson segir já - Hægri grænir líka og vilja lækka hann í 20% á 4 árum. Allir hinir segja nei - en Píratar vilja fækka í 2 þrep og sumir vilja endurskoða tekjumörk eða persónuafslátt. Ríkið tekur tæpan helming af hverjum bensínlítra. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka skatta á bensín. Sjálfstæðisflokkur, Regnboginn, Hægri grænir og Sturla Jónsson segja JÁ. Flestir segja nei - en Píratar og Framsókn hafa ekki tekið afstöðu til málsins. Margir hafa kallað eftir því að tryggingagjald verði lækkað - það hækkaði hraustlega eftir hrun, fór úr 5,34 prósentum og er nú 7,69%. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka tryggingagjaldið. Framsókn, Alþýðufylking og Píratar svara ýmist óljóst eða hafa ekki tekið afstöðu til þess. Allir aðrir flokkar segja já - Sjálfstæðismenn segja strax, niður í 6,94% - sem myndi þýða um það bil 5 milljarða lækkun. Samfylking segir í haust. Björt framtíð strax. En það er ekki víst að allir átti sig á hvað ríkið fær miklar tekjur af tryggingagjaldi - áætlað er að það skili um 70 milljörðum í kassann fyrir síðasta ár af tæplega 540 milljarða heildartekjum ríkisins - óvíst að Sturla átti sig á því, hann vill afnema þennan skatt. Kosningar 2013 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Tryggingagjaldið, sem skilað hefur tugum milljarða króna í ríkissjóð - verður lækkað eftir kosningar, ef marka má loforð flokkanna. Nær öll framboð vilja lækka gjaldið. Sjálfstæðisflokkur og Hægri grænir eru meðal fárra sem vilja lækka bensínskatta og afnema þrepaskiptan tekjuskatt á launþega. Hægri flokkarnir skera sig úr - þegar kemur að loforðum um skattalækkanir. Vinstri stjórnin sem nú situr, þrepaskipti tekjuskattinum á kjörtímabilinu - þannig að fólk með minna en rúmar 240 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rösk 37% í staðgreiðslu - liðlega 40% af launum upp að 740 þúsund - en rúm 46% af tekjum þar yfir. Fréttastofa spurði alla flokka - Vill flokkurinn afnema þrepaskipta tekjuskattinn? Sjálfstæðisflokkur segir já, Sturla Jónsson segir já - Hægri grænir líka og vilja lækka hann í 20% á 4 árum. Allir hinir segja nei - en Píratar vilja fækka í 2 þrep og sumir vilja endurskoða tekjumörk eða persónuafslátt. Ríkið tekur tæpan helming af hverjum bensínlítra. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka skatta á bensín. Sjálfstæðisflokkur, Regnboginn, Hægri grænir og Sturla Jónsson segja JÁ. Flestir segja nei - en Píratar og Framsókn hafa ekki tekið afstöðu til málsins. Margir hafa kallað eftir því að tryggingagjald verði lækkað - það hækkaði hraustlega eftir hrun, fór úr 5,34 prósentum og er nú 7,69%. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka tryggingagjaldið. Framsókn, Alþýðufylking og Píratar svara ýmist óljóst eða hafa ekki tekið afstöðu til þess. Allir aðrir flokkar segja já - Sjálfstæðismenn segja strax, niður í 6,94% - sem myndi þýða um það bil 5 milljarða lækkun. Samfylking segir í haust. Björt framtíð strax. En það er ekki víst að allir átti sig á hvað ríkið fær miklar tekjur af tryggingagjaldi - áætlað er að það skili um 70 milljörðum í kassann fyrir síðasta ár af tæplega 540 milljarða heildartekjum ríkisins - óvíst að Sturla átti sig á því, hann vill afnema þennan skatt.
Kosningar 2013 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira