Lífið

Formúlukappi á Austur

Eddie Irvine.
Eddie Irvine.
Enn bætist í stjörnufansinn sem eyddi páskahátíðinni á Íslandi en írski ökuþórinn Eddie Irvine sást á vappi um miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldið. Irvine er þekktur kappaksturskappi úr Formúlu 1 þar sem hann keppti meðal annars fyrir Ferrari og Jagúar. Irvine er nú sestur í helgan stein en er þekktur glaumgosi í skemmtanalífinu vestanhafs og var meðan annars kærasti Pamelu Anderson um tíma. Irvine sást borða á Fiskmarkaðnum á föstudagskvöldið ásamt vinum og dansaði svo á Austur síðar um kvöldið. Þar báru einhverjir aðdáendur Formúlu 1 kennsl á kappann, sem glaður gaf eiginhandaráritanir og stillti sér upp á myndum fyrir áhugasama.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.