Stjórnarmyndun gæti orðið erfið Ingveldur Geirsdóttir skrifar 4. apríl 2013 13:04 Stjórnarmyndun gæti orðið strembin og erfitt að stjórna landinu ef allir nýju flokkarnir ná manni á þing. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði. Útlit er fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Fjöldi nýrra framboða endurspeglar óánægju hluta almennings með það stjórnmálakerfi og þá flokka sem við erum með segir Gunnar Helgi. Endanlegur fjöldi framboða mun ekki liggja fyrir fyrr en að framboðsfresti liðnum 12. apríl næstkomandi en eins og staðan er núna lítur út fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði. Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallups verður Björt framtíð einn nýrra flokkanna sem nær mönnum inn á þing, Píratar komast þó ansi nálægt því. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir ekki óeðlilegt að þeir sem standi að nýju framboðunum láti reyna á það hvort kjósendur hafi áhuga á því sem þeir hafa fram að færa. „Það er svona borgararaleg skyldutilfinning sem ræður því að fólk ákveður að fara í framboð. En fyrir kjósendur er það ekki mjög freistandi að eyða atkvæði sínu á flokk sem nær kannski ekki 5% markinu," segir Gunnar Helgi. Spurður afhverju fólk stofni nýtt framboð í staðin fyrir að finna sér leið innan stóru flokkana segir Gunnar Helgi að í núverandi ástandi sér skýringin tiltölulega einföld. „Stjórnmál, stjórnmálamenn og alþingi hafa glatað trúverðugleika meðal almennings og mikill fjöldi af nýjum framboðum endurspeglar óánægju meðal einhvers hluta almennings með það stjórnmálakerfi sem við erum með og þá stjórnmálaflokka sem við erum með," segir Gunnar Helgi. Gunnar Helgi segir að ef allir nýju flokkarnir nái manni inn á þing og stjórnmálakerfið brotni upp í mjög marga flokka geti stjórnarmyndun orðið mjög erfið. „Hvaða stjórn sem er mun lenda í miklum erfiðleikum með að stjórna landinu ef hún hefur segjum 3,4,5 flokka innanborðs. Það er ekki hagstæð niðurstaða fyrir stjórnhæfni þjóðarbúsins sem þarf á því að halda næstu árum að hér sé sæmilega sterk stjórn við völd," segir Gunnar Helgi. Kosningar 2013 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Stjórnarmyndun gæti orðið strembin og erfitt að stjórna landinu ef allir nýju flokkarnir ná manni á þing. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði. Útlit er fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Fjöldi nýrra framboða endurspeglar óánægju hluta almennings með það stjórnmálakerfi og þá flokka sem við erum með segir Gunnar Helgi. Endanlegur fjöldi framboða mun ekki liggja fyrir fyrr en að framboðsfresti liðnum 12. apríl næstkomandi en eins og staðan er núna lítur út fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði. Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallups verður Björt framtíð einn nýrra flokkanna sem nær mönnum inn á þing, Píratar komast þó ansi nálægt því. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir ekki óeðlilegt að þeir sem standi að nýju framboðunum láti reyna á það hvort kjósendur hafi áhuga á því sem þeir hafa fram að færa. „Það er svona borgararaleg skyldutilfinning sem ræður því að fólk ákveður að fara í framboð. En fyrir kjósendur er það ekki mjög freistandi að eyða atkvæði sínu á flokk sem nær kannski ekki 5% markinu," segir Gunnar Helgi. Spurður afhverju fólk stofni nýtt framboð í staðin fyrir að finna sér leið innan stóru flokkana segir Gunnar Helgi að í núverandi ástandi sér skýringin tiltölulega einföld. „Stjórnmál, stjórnmálamenn og alþingi hafa glatað trúverðugleika meðal almennings og mikill fjöldi af nýjum framboðum endurspeglar óánægju meðal einhvers hluta almennings með það stjórnmálakerfi sem við erum með og þá stjórnmálaflokka sem við erum með," segir Gunnar Helgi. Gunnar Helgi segir að ef allir nýju flokkarnir nái manni inn á þing og stjórnmálakerfið brotni upp í mjög marga flokka geti stjórnarmyndun orðið mjög erfið. „Hvaða stjórn sem er mun lenda í miklum erfiðleikum með að stjórna landinu ef hún hefur segjum 3,4,5 flokka innanborðs. Það er ekki hagstæð niðurstaða fyrir stjórnhæfni þjóðarbúsins sem þarf á því að halda næstu árum að hér sé sæmilega sterk stjórn við völd," segir Gunnar Helgi.
Kosningar 2013 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira