Töluverður verðmunur á páskaeggjum 22. mars 2013 16:14 Algengast er að 20-30% verðmunur sé á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum milli matvöruverslana að því er fram kemur í nýrri verðkönnun sem Verðlagseftirlit ASÍ gerði í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í vikunni og má finna á heimasíðu sambandsins. Bónus var oftast með lægsta verðið á þeim eggjum sem skoðuð voru en Samkaup-Úrval og Iceland voru oftast með hæsta verðið. Flest páskaeggin í könnuninni voru fáanleg í Iceland og Fjarðarkaupum en fæst í Kosti og Nóatúni. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni eða á 19 af þeim 27 tegundum páskaeggja sem kannað var verð á. Af þeim 18 tegundum eggja í könnuninni sem unnt var að bera saman verð á milli Bónuss og Krónunnar reyndist einungis 1 krónu verðmunur á verslunum tveimur í 11 tilvikum og innan við 10 króna verðmunur í 15 tilvikum. Hæsta verðið í könnuninni var oftast í Samkaupum-Úrvali eða á 10 páskaeggjum af 27 og í Iceland sem reynst 8 sinnum með hæsta verðið. Flest páskaeggin í könnuninni voru fáanleg í Iceland sem átti öll eggin sem skoðuð voru, í Fjarðarkaupum voru 26 af 27 tegundum fáanlegar og í Hagkaupum 25 tegundir. Fæst eggjanna voru fáanleg í Kosti eða 5 talsins en af þeim tegundum sem könnunin náði til voru aðeins fáanleg egg frá Góu í Kosti. Í Nóatúni voru 12 af þeim 27 eggjum sem skoðuð voru fáanleg. Oftast var 20-30% munur á hæsta og lægsta verði páskaeggjanna í könnuninni. Sem dæmi má nefna að 25% verðmunur var á 320 gr. páskaeggi nr. 4 frá Nóa Síríus sem var ódýrast á 1.279 kr. í Bónus en dýrast á 1.598 kr. í Samkaupum–Úrvali, en það er 319 kr. verðmunur. Þá var 35% verðmunur á 250 gr. páskaeggi nr. 4 frá Freyju sem var ódýrast á 995 kr. í Krónunni en dýrast á 1.346 kr. í Iceland sem er 351 krónu verðmunur. Minnstur verðmunur í könnuninni var á Góu páskaeggi nr. 6 sem var ódýrasta á 1.549 kr. í Kosti en dýrast á kr. 1.799 í Nettó sem er 16% verðmunur. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Algengast er að 20-30% verðmunur sé á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum milli matvöruverslana að því er fram kemur í nýrri verðkönnun sem Verðlagseftirlit ASÍ gerði í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í vikunni og má finna á heimasíðu sambandsins. Bónus var oftast með lægsta verðið á þeim eggjum sem skoðuð voru en Samkaup-Úrval og Iceland voru oftast með hæsta verðið. Flest páskaeggin í könnuninni voru fáanleg í Iceland og Fjarðarkaupum en fæst í Kosti og Nóatúni. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni eða á 19 af þeim 27 tegundum páskaeggja sem kannað var verð á. Af þeim 18 tegundum eggja í könnuninni sem unnt var að bera saman verð á milli Bónuss og Krónunnar reyndist einungis 1 krónu verðmunur á verslunum tveimur í 11 tilvikum og innan við 10 króna verðmunur í 15 tilvikum. Hæsta verðið í könnuninni var oftast í Samkaupum-Úrvali eða á 10 páskaeggjum af 27 og í Iceland sem reynst 8 sinnum með hæsta verðið. Flest páskaeggin í könnuninni voru fáanleg í Iceland sem átti öll eggin sem skoðuð voru, í Fjarðarkaupum voru 26 af 27 tegundum fáanlegar og í Hagkaupum 25 tegundir. Fæst eggjanna voru fáanleg í Kosti eða 5 talsins en af þeim tegundum sem könnunin náði til voru aðeins fáanleg egg frá Góu í Kosti. Í Nóatúni voru 12 af þeim 27 eggjum sem skoðuð voru fáanleg. Oftast var 20-30% munur á hæsta og lægsta verði páskaeggjanna í könnuninni. Sem dæmi má nefna að 25% verðmunur var á 320 gr. páskaeggi nr. 4 frá Nóa Síríus sem var ódýrast á 1.279 kr. í Bónus en dýrast á 1.598 kr. í Samkaupum–Úrvali, en það er 319 kr. verðmunur. Þá var 35% verðmunur á 250 gr. páskaeggi nr. 4 frá Freyju sem var ódýrast á 995 kr. í Krónunni en dýrast á 1.346 kr. í Iceland sem er 351 krónu verðmunur. Minnstur verðmunur í könnuninni var á Góu páskaeggi nr. 6 sem var ódýrasta á 1.549 kr. í Kosti en dýrast á kr. 1.799 í Nettó sem er 16% verðmunur.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira