Fótbolti

Í þriðja sinn sem landsliðið kemur til baka á útivelli

Strákarnir fagna í gær.
Strákarnir fagna í gær.
Það er ekki daglegt brauð að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu komi til baka eins og það gerði svo glæsilega í Ljubljana í gær.

Eftir að hafa lent 1-0 undir í leiknum kom íslenska liðið til baka og vann með tveimur mörkum frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Þetta var aðeins í þriðja skiptið sem Ísland snýr taflinu við á útivelli. Það gerðist fyrst árið 1992 er Ísland vann frækinn útisigur, 1-2, á Ungverjum. Þá skoraði Hörður Magnússon eftirminnilegt mark. Hér að neðan má finna umfjöllun um frægðarförina til Ungverjalands.

Níu árum síðar, eða árið 2001 í undankeppni fyrir heimsmeistarakeppnina árið 2002, kom íslenska liðið einnig til baka gegn Möltu og vann 1-4 útisigur.


Tengdar fréttir

Kolbeinn: Ég á að nýta svona færi

Kolbeinn Sigþórsson var kátur eftir leik Íslands og Slóveníu í gær en strákarnir unnu þá góðan 2-1 sigur eftir slakan fyrri hálfleik.

Frægðarför til Ungverjalands

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í Ljubljana á föstudaginn. Íslendingar hafa ekki oft sótt gull í greipar þjóða í Austur-Evrópu.

Gylfi: Sá hann í skeytunum

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark í heimsklassa þegar hann jafnaði metin í leik Íslands og Slóveníu í kvöld. Leiknum lyktaði með sigri, 2-1, og skoraði Gylfi bæði mörkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×