Frægðarför til Ungverjalands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2013 10:42 Íslenska liðið sem lagði Spán í undankeppni EM 1992 tæpu ári áður. Frá vinstri: Sigurður Jónsson, Guðni Bergsson, Sigurður Grétarsson, Ásgeir Elíasson þjálfari, Hörður Magnússon, Hlynur Stefánsson, Lárus Loftsson og Andri Marteinsson. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í Ljubljana á föstudaginn. Íslendingar hafa ekki oft sótt gull í greipar þjóða í Austur-Evrópu. Það voru fáir sem reiknuðu með sigri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er liðið sótti Ungverja heim 3. júní 1992 í 5. riðli í undankeppni HM 1994. Íslenska liðið var í riðli með Rússum, Grikkjum, Ungverjum og Lúxemborg. Liðið hafði tapað 1-0 gegn Grikkjum í fyrsta leiknum í riðlinum og Ungverjar voru í þriðja styrkleikaflokki en Ísland í þeim fimmta. Þetta var fyrsta heila undankeppnin sem íslenska liðið lék í undir stjórn Ásgeirs heitins Elíassonar. Ungverjar blésu til stórsóknar og komust yfir snemma leiks. Þegar gengið var til búningsherbergja var fátt sem benti til annars en að íslenska liðið yrði stigalaust að loknum fyrstu tveimur leikjum sínum. Eftir sex mínútna leik í síðari hálfleik hafði Ísland jafnað metin. Sigurður fyrirliði Grétarsson, þáverandi leikmaður Grasshopper í Sviss, sendi þá frábæra sendingu inn á Þorvald Örlygsson, þáverandi leikmann Nottingham Forest. Rangstöðugildra Ungverja brást algjörlega og Þorvaldur vippaði boltanum snyrtilega í markið og mátti heyra saumnál detta á leikvanginum í Búdapest. Heimamenn, stórþjóð í knattspyrnu á árum áður, trúðu varla sínum eigin augum en ballið var rétt að byrja. Á 64. mínútu fór Sigurður af velli fyrir Hörð Magnússon framherja FH og níu mínútum síðar lá boltinn í netinu. Eftir hörkutæklingu Arnars Grétarssonar á miðjunni barst boltinn á Baldur Bjarnason. Baldur sendi boltann út á hægri vænginn þangað sem Andri Marteinson var mættur. Andri sendi boltann fyrir markið þar sem Rúnar Kristinsson skallaði af krafti. Markvörður Ungverja varði með tilþrifum en Hörður hirti frákastið og þrumaði boltanum í netið. Ótrúleg staða enda fátt sem benti til annars en taps fram að jöfnunarmarkinu. Ungverjar gerðu harða atlögu að marki Birkis Kristinssonar það sem eftir lifði leiks en án árangurs. Einn glæsilegasti sigur Íslands á erlendri grundu í höfn. Íslenska liðið vann einnig sigur á Ungverjum í síðari leik þjóðanna á Laugardalsvelli. Liðið hafnaði í þriðja sæti riðilsins eftir þrjá sigra, tvö jafntefli og þrjú töp. Fótbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í Ljubljana á föstudaginn. Íslendingar hafa ekki oft sótt gull í greipar þjóða í Austur-Evrópu. Það voru fáir sem reiknuðu með sigri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er liðið sótti Ungverja heim 3. júní 1992 í 5. riðli í undankeppni HM 1994. Íslenska liðið var í riðli með Rússum, Grikkjum, Ungverjum og Lúxemborg. Liðið hafði tapað 1-0 gegn Grikkjum í fyrsta leiknum í riðlinum og Ungverjar voru í þriðja styrkleikaflokki en Ísland í þeim fimmta. Þetta var fyrsta heila undankeppnin sem íslenska liðið lék í undir stjórn Ásgeirs heitins Elíassonar. Ungverjar blésu til stórsóknar og komust yfir snemma leiks. Þegar gengið var til búningsherbergja var fátt sem benti til annars en að íslenska liðið yrði stigalaust að loknum fyrstu tveimur leikjum sínum. Eftir sex mínútna leik í síðari hálfleik hafði Ísland jafnað metin. Sigurður fyrirliði Grétarsson, þáverandi leikmaður Grasshopper í Sviss, sendi þá frábæra sendingu inn á Þorvald Örlygsson, þáverandi leikmann Nottingham Forest. Rangstöðugildra Ungverja brást algjörlega og Þorvaldur vippaði boltanum snyrtilega í markið og mátti heyra saumnál detta á leikvanginum í Búdapest. Heimamenn, stórþjóð í knattspyrnu á árum áður, trúðu varla sínum eigin augum en ballið var rétt að byrja. Á 64. mínútu fór Sigurður af velli fyrir Hörð Magnússon framherja FH og níu mínútum síðar lá boltinn í netinu. Eftir hörkutæklingu Arnars Grétarssonar á miðjunni barst boltinn á Baldur Bjarnason. Baldur sendi boltann út á hægri vænginn þangað sem Andri Marteinson var mættur. Andri sendi boltann fyrir markið þar sem Rúnar Kristinsson skallaði af krafti. Markvörður Ungverja varði með tilþrifum en Hörður hirti frákastið og þrumaði boltanum í netið. Ótrúleg staða enda fátt sem benti til annars en taps fram að jöfnunarmarkinu. Ungverjar gerðu harða atlögu að marki Birkis Kristinssonar það sem eftir lifði leiks en án árangurs. Einn glæsilegasti sigur Íslands á erlendri grundu í höfn. Íslenska liðið vann einnig sigur á Ungverjum í síðari leik þjóðanna á Laugardalsvelli. Liðið hafnaði í þriðja sæti riðilsins eftir þrjá sigra, tvö jafntefli og þrjú töp.
Fótbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira