Enski boltinn

Ég gæti endað ferilinn hjá Man. Utd

Hollendingurinn Robin van Persie er afar ánægður með lífið hjá Man. Utd og hann hefur nú gefið í skyn að hann vilji enda ferilinn þar.

Hinn 29 ára gamli Van Persie veit að það hefur gengið vel hjá eldri mönnum að spila þar. Giggs og Scholes sanna það.

"Ég verð hjá Man. Utd næstu árin og jafnvel lengur. United gæti orðið mitt síðasta félag á ferlinum," sagði Hollendingurinn.

"Það eru örfá félög í Evrópu þar sem eldri leikmenn eru metnir að verðleikum. Það var þannig hjá AC Milan og Juventus og er þannig hjá Man. Utd. Það er því ómögulegt að segja hvað ég á eftir að spila lengi hérna. Það eru nýjar áskoranir fyrir mig hérna á hverjum einasta degi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×