Enski boltinn

Mancini: Þetta er búið

Roberto Mancini.
Roberto Mancini.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, hefur formlega kastað inn hvíta handklæðinu í baráttunni um enska meistaratitilinn. Hann segir að Man. Utd sé búið að vinna.

City, sem á titil að verja, er 15 stigum á eftir Man. Utd og þann mun er einfaldlega ekki hægt að vinna upp að mati Mancini.

"Þetta er búið. Það breytir því samt ekki að við verðum að halda áram að gera okkar besta og sjá til þess að við endum í öðru sæti," sagði Ítalinn en hann hefur ekki í hyggju að hætta hjá félaginu.

"Ég verð hérna lengi í viðbót. Sama má segja um Yaya Toure sem þið viljið meina að sé á förum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×