Innlent

Hæstiréttur staðfestir að Guðlaugur Þór og fleiri þurfa ekki að bera vitni

Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að þau Guðlaugur Þór Þórðarson, eiginkona hans, Ágústa Johnson, Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Hauk Haraldsson til vitnis í dómsmálinu gegn Gunnari Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins.

Eins og fram hefur komið er Gunnar ákærður fyrir brot á þagnarskyldu og bankaleynd með því að hafa fengið starfsmann Landsbankans til þess að sækja gögn um meint viðskipti Guðlaugs úr bankanum og koma þeim til manns sem átti svo að koma þeim í fjölmiðla.

Hann krafðist þess að fjórmenningarnir bæru vitni, en hann hefur meðal annars kært Guðlaug Þór, konu hans og þriðja einstaklinginn til embættis sérstaks saksóknara vegna meintrar refsiverðrar háttsemi sem hann telur að hafi verið framin í tengslum við þau viðskipti sem hann á að hafa lekið í DV, og snérust um eignarhaldsfélagið Vatnsberann, og DV greindi ítarlega frá á sínum tíma.

Í niðurstöðu hæstaréttars segir að þar sem hvorki var talið að Gunnar hefði fært viðhlítandi rök fyrir því að framburður vitnanna gæti haft þýðingu við úrlausn um sekt hans eða sýknu né við ákvörðun refsingar var hinn kærði úrskurður staðfestur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×