Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti 27. febrúar 2013 13:46 Einn af réttum Gæðakokka en myndina er að finna á heimasíðu fyrirtækisins, gaedakokkar.is „Ég kann ekki skýringar á þessu," segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörutegundir frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu - sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar - innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). Þá kom einnig í ljós að lambahakkbollur framleiddar af sama aðila fyrir Kost og sagðar innihalda lamba- og nautakjöt innihéldu eingöngu lambakjöt. Magnús segir það raunar rétt að lambahakkbollurnar innihaldi ekki nautakjöt. „En þær bollur voru alltaf seldar sem lambahakkbollur. Í fyrstu notuðum við nautahakkið til þess að minnka fituinnihaldið en svo fengum við betra efni sem við notuðum í staðinn," segir Magnús og bætir við að það hafi staðið til að betrumbæta innihaldslýsingar á matnum. Hann segist þó engar skýringar hafa á niðurstöðum Matvælastofnunar á nautabökunni, sem er seld í Krónunni og Nettó. „Ég sé ekki aðrar skýringar en að þetta séu ónákvæmar mælingar," segir Magnús og útskýrir að það sé einnig nautakraftur í matnum og fleira, „samt mælist ekki einu sinni dýraprótein," segir Magnús sem þykir það undarlegt. Hann segist fá hráefnið frá SS og segir fyrirtækið mjög fagmannlegt í öllum viðskiptum, „ég veit að kjötið sem við kaupum þaðan er gott nautakjöt," segir hann. Spurður hver næstu skref séu svarar Magnús því að honum hafi verið fyrirskipað að innkalla vörurnar úr verslunum. Hann segist síðan þurfa að fara yfir málið með heilbrigðisfulltrúanum á svæðinu, en sjálfur hafi hann frétt af þessu fyrst í morgun, en hann hafi verið að keyra út vörur og því ekki komist í að sinna málinu sem skyldi. Tengdar fréttir Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
„Ég kann ekki skýringar á þessu," segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörutegundir frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu - sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar - innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). Þá kom einnig í ljós að lambahakkbollur framleiddar af sama aðila fyrir Kost og sagðar innihalda lamba- og nautakjöt innihéldu eingöngu lambakjöt. Magnús segir það raunar rétt að lambahakkbollurnar innihaldi ekki nautakjöt. „En þær bollur voru alltaf seldar sem lambahakkbollur. Í fyrstu notuðum við nautahakkið til þess að minnka fituinnihaldið en svo fengum við betra efni sem við notuðum í staðinn," segir Magnús og bætir við að það hafi staðið til að betrumbæta innihaldslýsingar á matnum. Hann segist þó engar skýringar hafa á niðurstöðum Matvælastofnunar á nautabökunni, sem er seld í Krónunni og Nettó. „Ég sé ekki aðrar skýringar en að þetta séu ónákvæmar mælingar," segir Magnús og útskýrir að það sé einnig nautakraftur í matnum og fleira, „samt mælist ekki einu sinni dýraprótein," segir Magnús sem þykir það undarlegt. Hann segist fá hráefnið frá SS og segir fyrirtækið mjög fagmannlegt í öllum viðskiptum, „ég veit að kjötið sem við kaupum þaðan er gott nautakjöt," segir hann. Spurður hver næstu skref séu svarar Magnús því að honum hafi verið fyrirskipað að innkalla vörurnar úr verslunum. Hann segist síðan þurfa að fara yfir málið með heilbrigðisfulltrúanum á svæðinu, en sjálfur hafi hann frétt af þessu fyrst í morgun, en hann hafi verið að keyra út vörur og því ekki komist í að sinna málinu sem skyldi.
Tengdar fréttir Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47