Innlent

Kristinn fól lögfræðingi að fá svör um rannsókn á tölvurárás

Kristinn Hrafnsson í viðtali.
Kristinn Hrafnsson í viðtali.
Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segist hafa falið lögmanni sínum að gera þá kröfu hjá ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara að þau skýri frá rannsókn sinni á yfirvofandi tölvuárás sem Wikileaks var bendlað við og FBI átti að rannsaka.

Þetta sagði Kristinn eftir sameiginlegan fund allsherjarnefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi um rannsóknir FBI sumarið 2011.

Í sameiginlegri yfirlýsingu ríkislögreglustjóra og saksóknara kom fram að ástæðan fyrir veru FBI mannanna hér á landi hafi verið þessi tölvuárás, sem Kristinn segir augljóslega tilbúning, í það minnsta byggða á veikum upplýsingum, "hugsanlega veikum einstaklingi," bætti hann svo við.

Kristinn segist hafa sett málið í samhengi á fundi nefndarinnar.

Nú eru þau Haraldur Johanessen ríkislögreglustjóri og Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari á fundi nefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×