Icesave skýrir fylgismun milli kannana Karen Kjartansdóttir skrifar 1. febrúar 2013 20:17 Icesave málið skýrir fylgismun á stjórnmálaflokkunum milli kannana. Þetta kom fram í máli formanna stjórnmálaflokkanna þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Sjálfstæðisflokkurinn missir sex prósentustig á tveimur vikum. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins segir það vissulega verri niðurstöðu en sést hefur að undanförnu í könnunum. Icesave málið hreyfi vissulega við fólki en mestu skipti sé hvernig staðið sé að málum á næstu mánuðum. „Eftir sem áður, Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn - kjölfestan í íslensku stjórnmálalífi. Mér finnst athyglisvert að sjá þessar miklu hreyfingar. Þær koma ekki mikið við fylgi Sjálfstæðisflokksins en ríkisstjórnarflokkarnir virðast vera að missa fylgi til Bjartar Framtíðar. Framsóknarflokkurinn er síðan auðvitað að styrkja sig," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurvegari þessarar könnunnar, ef svo má segja, er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Skýr afstaða flokksins í Icesave-málinu eflaust haft sitt að segja. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt og vonandi getur þetta haft góð áhrif á stjórnmálin, ef að hinir flokkarnir sjá í þessu tækifæri frekar en ógn. Ef þeir bregðast við með því að færa sig nær málflutningi okkar í stað þess að ráðast gegn okkur," segir Sigmundir Davíð. „Þó svo að Icesave hafi eflaust haft áhrif á þessa niðurstöðu þá geri ég ráð fyrir að fólk hafi líka sett það mál í samhengi við önnur sem við höfum verið að berjast fyrir. Ekki síst stöðu heimilanna." Eins og í síðustu könnun mælist Björt framtíð þriðja stærsta stjórnmálaaflið. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Þetta er í góðu samræmi við það sem við höfum lagt upp með. Við erum búin að vera að vinna að þessu í um tvö ár. Þetta er hægt og bítandi að bæta við sig og allt stefnir í rétta átt," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður Bjartar Framtíðar. Steingrímur J. Sigfússon sagði að vel mætti merkja og ákveðin púls sem væri í samfélaginu eftir Icesave-dóminn hann léti nægja í bili að flokkur hans bætti við sig fylgi. „Ef þessi niðurstaða sem þið sýnið hér þá blasir við að það yrði samstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Og ég held að þjóðin þurfi ekki á því að halda. Menn skulu bara rifja upp söguna, og forsöguna fyrir Icesacve. Af hverju lentum við í Icesave," segir Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. Kosningar 2013 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Icesave málið skýrir fylgismun á stjórnmálaflokkunum milli kannana. Þetta kom fram í máli formanna stjórnmálaflokkanna þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Sjálfstæðisflokkurinn missir sex prósentustig á tveimur vikum. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins segir það vissulega verri niðurstöðu en sést hefur að undanförnu í könnunum. Icesave málið hreyfi vissulega við fólki en mestu skipti sé hvernig staðið sé að málum á næstu mánuðum. „Eftir sem áður, Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn - kjölfestan í íslensku stjórnmálalífi. Mér finnst athyglisvert að sjá þessar miklu hreyfingar. Þær koma ekki mikið við fylgi Sjálfstæðisflokksins en ríkisstjórnarflokkarnir virðast vera að missa fylgi til Bjartar Framtíðar. Framsóknarflokkurinn er síðan auðvitað að styrkja sig," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurvegari þessarar könnunnar, ef svo má segja, er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Skýr afstaða flokksins í Icesave-málinu eflaust haft sitt að segja. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt og vonandi getur þetta haft góð áhrif á stjórnmálin, ef að hinir flokkarnir sjá í þessu tækifæri frekar en ógn. Ef þeir bregðast við með því að færa sig nær málflutningi okkar í stað þess að ráðast gegn okkur," segir Sigmundir Davíð. „Þó svo að Icesave hafi eflaust haft áhrif á þessa niðurstöðu þá geri ég ráð fyrir að fólk hafi líka sett það mál í samhengi við önnur sem við höfum verið að berjast fyrir. Ekki síst stöðu heimilanna." Eins og í síðustu könnun mælist Björt framtíð þriðja stærsta stjórnmálaaflið. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Þetta er í góðu samræmi við það sem við höfum lagt upp með. Við erum búin að vera að vinna að þessu í um tvö ár. Þetta er hægt og bítandi að bæta við sig og allt stefnir í rétta átt," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður Bjartar Framtíðar. Steingrímur J. Sigfússon sagði að vel mætti merkja og ákveðin púls sem væri í samfélaginu eftir Icesave-dóminn hann léti nægja í bili að flokkur hans bætti við sig fylgi. „Ef þessi niðurstaða sem þið sýnið hér þá blasir við að það yrði samstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Og ég held að þjóðin þurfi ekki á því að halda. Menn skulu bara rifja upp söguna, og forsöguna fyrir Icesacve. Af hverju lentum við í Icesave," segir Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kosningar 2013 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels