Ellefu íþróttamenn sem hættu á toppnum 6. febrúar 2013 17:45 NFL-leikmaðurinn Ray Lewis fékk fullkominn enda á frábæran feril er hann vann Super Bowl með Baltimore Ravens um helgina. Sautján ára ferill endaði eins og í góðu ævintýri. Fleiri frábærir íþróttamenn hafa náð því að hætta á toppnum og skráð sig í sögubækurnar. Vísir skoðar þessa íþróttamenn hér fyrir neðan. 1. Björn Borg.Björn Borg. Sænski sykurpúðinn var sleipur með tennisspaðann áður en hann fór að hanna og framleiða nærbuxur. Hann hætti árið 1983 en þá var hann aðeins 26 ára gamall og búinn að vinna Wimbledon-mótið fimm sinnum. 2. Tony Adams. Tony Adams. Átti skrautlegan feril þar sem baráttan við bakkus tók sinn toll. Sat meðal annars inni í 57 daga eftir að hafa klesst á drukkinn undir stýri. Náði deildar- og bikartvennunni í tvígang með Arsenal. Hætti eftir seinni tvennuna. 3. John Elway. John Elway. Einn besti leikstjórnandi í sögu NFL og lék með Denver Broncos. Spilaði 14 tímabil í röð án þess að vinna Super Bowl. Hann tapaði þrisvar í úrslitum. Hann gafst ekki upp og lauk ferlinum með því að vinna Super Bowl 1997 og 1998. Hann var valinn besti leikmaðurinn í sínum síðasta leik. 4. Bobby Fischer. Bobby Fischer. Bandaríski Íslendingurinn var heimsmeistari frá 1972 til 1975. Hann var aðeins 32 ára þegar hann fór að rífast við stjórnvöld og hætti að tefla. 5. Michael Johnson. Michael Johnson. Hlauparinn með fáranlega hlaupastílinn. Hann varð fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna 200 og 400 metra hlaup á sömu Ólympíuleikunum. Það var árið 1996. Hljóp 400 metrana á 43.18 sekúndum árið 1999 og það heimsmet stendur enn. Hætti eftir að hafa varið ÓL-titil sinn í 400 metra hlaupi á ÓL í Sydney árið 2000. 6. Rocky Marciano. Rocky Marciano. Hvíta hetjan í hnefaleikunum. Hann var 32 ára er hann hætti. Þá hafði hann unnið alla 49 bardaga sína á ferlinum og hafði haldið heimsmeistaratigninni í fjögur ár samfleytt. 7. Michael Phelps. Michael Phelps. Hætti að synda eftir ÓL í London. Þar vann hann 4 gull og 2 silfur. Hann vann samtals 18 ÓL-gull og 22 ÓL-verðlaun í heildina. Met sem hugsanlega verður aldrei slegið. 8. Alain Prost. Alain Prost. Hætti í Formúlu 1 eftir að hafa unnið sinn fjórða heimsmeistaratitil árið 1993. Þá var hann 38 ára. Hann tók sér frí árið 1992, kom til baka og vann titilinn á ný. Eftir það var hann orðinn saddur. 9. Annika Sörenstam. Annika Sörenstam. Sænski kylfingurinn var á toppi heimslistans er hún hætti árið 2008. Hún vann 10 risatitla og 90 mót í heildina. Vann fjögur mót á síðasta ári sínu sem atvinnukylfingur. 10. Pete Sampras Pete Sampras. Tenniskappinn var mest 286 vikur í röð á toppi heimslistans. Hann vann Wimbledon-mótið sjö sinnum. Siðasta leikur hans á atvinnumannaferlinum var í úrslitum US Open 2002. Þá lagði hann sinn helsta keppinaut, Andre Agassi, og labbaði svo í burtu. 11. Ray Lewis Ray Lewis. 17 ára ferill og tveir Super Bowl-titlar. Var enn einn af bestu varnarmönnum deildarinnar þrátt fyrir háan aldur. Verður minnst sem einn af þeim bestu. Erlendar Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Katla á markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
NFL-leikmaðurinn Ray Lewis fékk fullkominn enda á frábæran feril er hann vann Super Bowl með Baltimore Ravens um helgina. Sautján ára ferill endaði eins og í góðu ævintýri. Fleiri frábærir íþróttamenn hafa náð því að hætta á toppnum og skráð sig í sögubækurnar. Vísir skoðar þessa íþróttamenn hér fyrir neðan. 1. Björn Borg.Björn Borg. Sænski sykurpúðinn var sleipur með tennisspaðann áður en hann fór að hanna og framleiða nærbuxur. Hann hætti árið 1983 en þá var hann aðeins 26 ára gamall og búinn að vinna Wimbledon-mótið fimm sinnum. 2. Tony Adams. Tony Adams. Átti skrautlegan feril þar sem baráttan við bakkus tók sinn toll. Sat meðal annars inni í 57 daga eftir að hafa klesst á drukkinn undir stýri. Náði deildar- og bikartvennunni í tvígang með Arsenal. Hætti eftir seinni tvennuna. 3. John Elway. John Elway. Einn besti leikstjórnandi í sögu NFL og lék með Denver Broncos. Spilaði 14 tímabil í röð án þess að vinna Super Bowl. Hann tapaði þrisvar í úrslitum. Hann gafst ekki upp og lauk ferlinum með því að vinna Super Bowl 1997 og 1998. Hann var valinn besti leikmaðurinn í sínum síðasta leik. 4. Bobby Fischer. Bobby Fischer. Bandaríski Íslendingurinn var heimsmeistari frá 1972 til 1975. Hann var aðeins 32 ára þegar hann fór að rífast við stjórnvöld og hætti að tefla. 5. Michael Johnson. Michael Johnson. Hlauparinn með fáranlega hlaupastílinn. Hann varð fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna 200 og 400 metra hlaup á sömu Ólympíuleikunum. Það var árið 1996. Hljóp 400 metrana á 43.18 sekúndum árið 1999 og það heimsmet stendur enn. Hætti eftir að hafa varið ÓL-titil sinn í 400 metra hlaupi á ÓL í Sydney árið 2000. 6. Rocky Marciano. Rocky Marciano. Hvíta hetjan í hnefaleikunum. Hann var 32 ára er hann hætti. Þá hafði hann unnið alla 49 bardaga sína á ferlinum og hafði haldið heimsmeistaratigninni í fjögur ár samfleytt. 7. Michael Phelps. Michael Phelps. Hætti að synda eftir ÓL í London. Þar vann hann 4 gull og 2 silfur. Hann vann samtals 18 ÓL-gull og 22 ÓL-verðlaun í heildina. Met sem hugsanlega verður aldrei slegið. 8. Alain Prost. Alain Prost. Hætti í Formúlu 1 eftir að hafa unnið sinn fjórða heimsmeistaratitil árið 1993. Þá var hann 38 ára. Hann tók sér frí árið 1992, kom til baka og vann titilinn á ný. Eftir það var hann orðinn saddur. 9. Annika Sörenstam. Annika Sörenstam. Sænski kylfingurinn var á toppi heimslistans er hún hætti árið 2008. Hún vann 10 risatitla og 90 mót í heildina. Vann fjögur mót á síðasta ári sínu sem atvinnukylfingur. 10. Pete Sampras Pete Sampras. Tenniskappinn var mest 286 vikur í röð á toppi heimslistans. Hann vann Wimbledon-mótið sjö sinnum. Siðasta leikur hans á atvinnumannaferlinum var í úrslitum US Open 2002. Þá lagði hann sinn helsta keppinaut, Andre Agassi, og labbaði svo í burtu. 11. Ray Lewis Ray Lewis. 17 ára ferill og tveir Super Bowl-titlar. Var enn einn af bestu varnarmönnum deildarinnar þrátt fyrir háan aldur. Verður minnst sem einn af þeim bestu.
Erlendar Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Katla á markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira