Einar Boom vill fá afsökunarbeiðni 31. janúar 2013 17:25 Einar Boom Marteinsson þegar hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness á síðasta ári. „Mér finnst að þeir sem komu að málinu, lögregla og ákæruvald, ættu að biðja mig opinberlega afsökunar," segir Einar Ingi Marteinsson, eða Einar Boom eins og hann er að öllu jafnaði kallaður. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í dag en hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness á síðasta ári fyrir að skipuleggja hrottafengna árás á unga konu jólin 2011. Þá var Einar foringi vélhjólasamtakanna Hells Angels sem ríkislögreglustjóri hefur skilgreint opinberlega sem glæpasamtök. Andrea Unnarsdóttir var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir brotið en Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm hennar um heilt ár. Hún skipulagði árásina. Um var að ræða persónulegt uppgjör milli hennar og fórnarlambsins. Lögreglan taldi í fyrstu að árásin væri runnin undan rifjum Hells Angelsi en það var þó ekki sannað og var litið svo á að um persónulega deilu hafi verið að ræða á milli Andreu og fórnarlambsins, sem varð til þess að hún fékk þá Jón Ólafsson, sem er kærasti Andreu, Elías Valdimar Jónsson og Óttar Gunnarsson, til þess að aðstoða sig við árásina. Refsing Óttars var þyngd um eitt og hálft ár, eða í fjögur ár, sem er mesta þyngingin. Kærasti Andreu, Jón, fékk fjögurra og hálfs árs fangelsi, en hann fékk fjögurra ára fangelsi í héraði. Dómur yfir Elíasi Jónssyni var einnig þyngdur úr fjögurra ára fangelsi í fjögur og hálft ár. Þau voru hinsvegar öll sýknuð af kynferðisbroti gegn konunni. Einn hæstaréttardómari, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilaði inn sérákvæði vegna þessa, og vildi sakfella fyrir kynferðisbrotið. Einar er að vonum sáttur við niðurstöðuna en hann og einn annar karlmaður, einnig tengdur við Hells Angels, voru sýknaðir. „Ég er að fara yfir stöðuna með lögfræðingi mínum, við erum að skoða málshöfðun gegn ríkinu," segir Einar sem sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins í sex mánuði. Hann hélt ávallt fram sakleysi sínu. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Mér finnst að þeir sem komu að málinu, lögregla og ákæruvald, ættu að biðja mig opinberlega afsökunar," segir Einar Ingi Marteinsson, eða Einar Boom eins og hann er að öllu jafnaði kallaður. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í dag en hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness á síðasta ári fyrir að skipuleggja hrottafengna árás á unga konu jólin 2011. Þá var Einar foringi vélhjólasamtakanna Hells Angels sem ríkislögreglustjóri hefur skilgreint opinberlega sem glæpasamtök. Andrea Unnarsdóttir var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir brotið en Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm hennar um heilt ár. Hún skipulagði árásina. Um var að ræða persónulegt uppgjör milli hennar og fórnarlambsins. Lögreglan taldi í fyrstu að árásin væri runnin undan rifjum Hells Angelsi en það var þó ekki sannað og var litið svo á að um persónulega deilu hafi verið að ræða á milli Andreu og fórnarlambsins, sem varð til þess að hún fékk þá Jón Ólafsson, sem er kærasti Andreu, Elías Valdimar Jónsson og Óttar Gunnarsson, til þess að aðstoða sig við árásina. Refsing Óttars var þyngd um eitt og hálft ár, eða í fjögur ár, sem er mesta þyngingin. Kærasti Andreu, Jón, fékk fjögurra og hálfs árs fangelsi, en hann fékk fjögurra ára fangelsi í héraði. Dómur yfir Elíasi Jónssyni var einnig þyngdur úr fjögurra ára fangelsi í fjögur og hálft ár. Þau voru hinsvegar öll sýknuð af kynferðisbroti gegn konunni. Einn hæstaréttardómari, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilaði inn sérákvæði vegna þessa, og vildi sakfella fyrir kynferðisbrotið. Einar er að vonum sáttur við niðurstöðuna en hann og einn annar karlmaður, einnig tengdur við Hells Angels, voru sýknaðir. „Ég er að fara yfir stöðuna með lögfræðingi mínum, við erum að skoða málshöfðun gegn ríkinu," segir Einar sem sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins í sex mánuði. Hann hélt ávallt fram sakleysi sínu.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira