Flugdólgurinn í New York: Farþegar neituðu að bera vitni 5. janúar 2013 12:11 Nefnir New York Times til dæmis að farþegar hafi verið kærðir fyrir minni sakir svo sem að lakka á sér neglurnar eða neita að slökkva á farsíma sínum. Fréttir af íslenskum flugdólg sem var yfirbugaður og bundinn niður um borð í flugvél Icelandair í fyrradag eru meðal þeirra mest lesnu í mörgum erlendum fjölmiðlum. Talið er að maðurinn hafi ekki verið kærður þar sem farþegar neituðu að gefa skýrslu um ógnandi tilburði hans. Mynd af íslenskum manni sem farþegar og áhöfn um borð í flugvél Icelandair til New York á fimmtudag yfirbuguðu og tjóðruðu við sæti sitt með plast böndum og límbandi á fimmtudagskvöld hefur vakið heimsathygli en myndin sem tekin var af farþega í sömu sætaröð og maðurinn hefur verið birt ásamt frásögn farþega í mörgum stærstu fjölmiðlum heims á borð við CNN, Fox News og NBC. Eins og við sögðum frá í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var maðurinn mjög ölvaður og áreitti farþega í kringum sig með hótunum og ólátum. Þegar hann síðan tók sessunaut sinn kverkataki stukku farþegar í sætunum í kring á fætur og yfirbuguðu maninn auk þess sem áhöfn flugvélarinnar kom með plastbönd og límband til þess að binda manninn niður í sæti sitt og líma fyrir munninn á honum þar sem hann hrópaði sífellt að flugvélin myndi brotlenda og hrækti á fólkið í kringum sig. Bandarískir fjölmiðlar velta fyrir sér af hverju maðurinn var ekki handtekinn en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á JFK flugvelli í New York var honum sleppt úr varðhaldi og sendur á spítala vegna áfengiseitrunar. Nefnir New York Times til dæmis að farþegar hafi verið kærðir fyrir minni sakir svo sem að lakka á sér neglurnar eða neita að slökkva á farsíma sínum. New York Post heldur því hins vegar fram að farþegar sem sátu hjá manninum hafi neitað að gefa yfirvöldum á flugvellinum skýrslu og því hafi ekki verið hægt að kæra hann. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í gær að hefð væri fyrir því að farþegar sem láta svona um borð í flugvélum félagsins séu kærðir en hins vegar hafi ekki verið tekin ákvörðun um slíkt í þessu tilfelli. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Fréttir af íslenskum flugdólg sem var yfirbugaður og bundinn niður um borð í flugvél Icelandair í fyrradag eru meðal þeirra mest lesnu í mörgum erlendum fjölmiðlum. Talið er að maðurinn hafi ekki verið kærður þar sem farþegar neituðu að gefa skýrslu um ógnandi tilburði hans. Mynd af íslenskum manni sem farþegar og áhöfn um borð í flugvél Icelandair til New York á fimmtudag yfirbuguðu og tjóðruðu við sæti sitt með plast böndum og límbandi á fimmtudagskvöld hefur vakið heimsathygli en myndin sem tekin var af farþega í sömu sætaröð og maðurinn hefur verið birt ásamt frásögn farþega í mörgum stærstu fjölmiðlum heims á borð við CNN, Fox News og NBC. Eins og við sögðum frá í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var maðurinn mjög ölvaður og áreitti farþega í kringum sig með hótunum og ólátum. Þegar hann síðan tók sessunaut sinn kverkataki stukku farþegar í sætunum í kring á fætur og yfirbuguðu maninn auk þess sem áhöfn flugvélarinnar kom með plastbönd og límband til þess að binda manninn niður í sæti sitt og líma fyrir munninn á honum þar sem hann hrópaði sífellt að flugvélin myndi brotlenda og hrækti á fólkið í kringum sig. Bandarískir fjölmiðlar velta fyrir sér af hverju maðurinn var ekki handtekinn en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á JFK flugvelli í New York var honum sleppt úr varðhaldi og sendur á spítala vegna áfengiseitrunar. Nefnir New York Times til dæmis að farþegar hafi verið kærðir fyrir minni sakir svo sem að lakka á sér neglurnar eða neita að slökkva á farsíma sínum. New York Post heldur því hins vegar fram að farþegar sem sátu hjá manninum hafi neitað að gefa yfirvöldum á flugvellinum skýrslu og því hafi ekki verið hægt að kæra hann. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í gær að hefð væri fyrir því að farþegar sem láta svona um borð í flugvélum félagsins séu kærðir en hins vegar hafi ekki verið tekin ákvörðun um slíkt í þessu tilfelli.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira