Fótbolti

Besti framherji heims andstæðingur Íslands

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mandzukic er frábær skallamaður.
Mandzukic er frábær skallamaður. MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Pep Guardiola segir króatíska framherjann Mario Mandzukic vera þann besta í heimi. Mandzukic mun að öllum líkindum leika í fremstu víglínu Króatíu gegn Íslandi í umspilinu um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu.

Króatinn skoraði tvisvar þegar Bayern Munchen lagði Hertha Berlin 3-2 um helgina og hefur Mandzukic nú skoraði sjö mörk í tíu leikjum í þýsku úrvalsdeildinni í vetur.

„Hæfileikar hans við að skalla boltann inni í vítateig gera Mandzukic að besta framherja heims,“ sagði Guardiola eftir leikinn í gær.

Mandzukic skoraði 20 mörk á síðustu leiktíð og er ljóst að íslensku varnarmennirnir þurfa að hafa góðar gætur á honum í umspilinu í nóvember en hann hefur skorað 12 mörk í 44 landsleikjum.  Þrjú þeirra komu í undankeppninni fyrir HM í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×